• Heim
  • Félagið
    • Póstlisti
    • Stjórn 3f
    • Lög 3f
    • Saga 3f
    • Aðalfundir
  • Fréttir
    • Leikskóli
    • Grunnskóli
    • Framhaldsskóli
  • Atburðir
    • 2025 Sumarnámskeið
    • 2024 Sumarnámskeið
    • 2023 Sumarnámskeið
    • 2022 Sumarnámskeið
    • 2021 Sumarnámskeið
    • 2020 Sumarnámskeið
    • 2019 Sumarnámskeið
    • 2018 – FabLab
    • 2017 Hljóð og mynd
    • 2016 >
      • 2016 – Forritun fyrir alla
      • Tenglar – Forritun fyrir alla
    • 2015 >
      • 2015 – Stafrænt kennsluefni
    • 2014
    • 2013
    • 2012
    • 2011
    • 2010
    • 2009
    • 2008
    • 2007
    • 2006
    • 2005
  • Ráðstefnur
    • 2023 – Mín framtíð – Íslandsmótið
    • 2019 – Mín framtíð – Íslandsmótið
    • 2015 – Rafræn miðlun og menntun
    • 2013 – Í skýjunum
    • 2012 – Margt smátt …
    • 2011 – Framtíðn er núna
    • 2009 – Skapandi skólastarf
    • 2008 – Fjarnám og fjarkennsla
    • 2007 – Vörður vísa veginn
    • 2006 – Það er leikur að læra
    • 2005 – Fjarnám og kennsla
  • Heimildir
3f – Félag um upplýsingatækni og menntun

Atburðir 3f 2008


Ráðstefna 3f 2008 – Fjarnám og fjarkennsla

Árleg ráðstefna 3f var haldin föstudaginn 17. október í Verzlunarskóla Íslands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni ráðstefnunnar var fjarnám og fjarkennsla.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var virtur sérfræðingur á sviði fjarmenntunar.

Glærur og nánari uppýsingar er að finna á vef ráðstefnunnar hér.

Hittingur leikskólakennara

Stjórn 3f bauð leikskólakennurum í 3f til morgunverðarfundar í leikskólanum Furugrund í Kópavogi laugardagsmorguninn 4. október 2008 kl.10 f.h.

Í leikskólanum Furugrund starfar Fjóla Þorvaldsdóttir, gjaldkeri 3f, og ætlar hún að taka vel á móti leikskólakennurum, sýna þeim skólann, spjalla um þau viðfangsefni sem hún stýrir í leikskólastarfinu og bjóða upp á morgunverð. Fjóla hefur verið frá því í maí 2007 verkefnisstjóri í þróunarstarfi sem lýtur að því að auka upplýsingatækni í leikskólanum. Hægt er að kynna sér verkefnin á heimasíðu Furugrundar.

Það var ágætlega mætt á þennan viðburð félagsins.


3f og Ritfinnur

Ritfinnur er forrit sem kennir fingrasetningu og hjálpar nemendum að ná tökum á vélritun á skömmum tíma. Forritið stýrir og leiðbeinir nemendum í gegnum námsferlið og býður upp á markvisst og einstaklingbundið námsferli. Nú er að koma á markaðinn ný og endurbætt útgáfa af forritinu og hefur 3f, í samvinnu við Elínu Jóhannsdóttur, ákveðið að bjóða skólum upp á námskynningu á notkun forritsins. Elín Jóhannsdóttir hefur mikla reynslu af notkun Ritfinns m.a. í Kópavogsskóla í Kópavogi. Elín hefur nú látið af störfum sem kennari og hefur því lausa stund til þess að sinna þessu verkefni.

Framkvæmdin verður þannig að áhugasamir skólar hafa samband við Elínu með tölvupósti og semja við hana um tíma og kjör. Elín kemur síðan í viðkomandi skóla og heldur námskynningu fyrir kennara.

Námskeið í Joomla vefsíðugerð

Haldið var námskeið í notkun Joomla vefumsjónarkerfisins dagana 15. og 30. september 2008. Námskeiðið var svo vinsælt að það fylltist fljótlega á það.

Það eru eins og sjá má áhugasamir nemendurnir á Joomlanámskeiðinu sem haldið er um þessar mundir í Verzlunarskóla Íslands. 3f vill þakka stjórnendum Verzlunarskólans kærlega fyrir aðstöðuna, það er félaginu ómetanlegt að eiga svo góða að. Seinni hluti námskeiðsins verður síðan þriðjudaginn 30. september.


Fræðslufundur – 10. maí

3f, félag um upplýsingatækni og menntun stóð fyrir fræðslufundi fimmtudaginn 10. maí nk. kl.16 í Hamri, stofu H001, Kennaraháskóla Íslands, Stakkahlíð í Reykjavík.

Dagskrá:
  • Fjölbreytt er flóran – könnun á starfsheitum í upplýsingatæknimennt
    Dagný E. Birnisdóttir – skólasafnskennari í Lundarskóla á Akureyri

Dagný gerði haustið 2006 könnun á starfsheitum sem tengjast upplýsingamennt í íslenskum grunnskólum. Athugunin beindist að starfsheitum þeirra sem starfa á skólasöfnum og þeirra sem sinna tölvukennslu og/eða tölvuumsjón. Í könnuninni komu fram 42 starfsheiti yfir þá sem sinna tölvukennslu og/eða tölvuumsjón í íslenskum grunnskólum. Á skólasöfnum fundust 22 starfsheiti. Í erindi sínu ætlar Dagný að skýra nánar frá niðurstöðum sínum sem eru mjög áhugaverðar.

Nánar hér um niðurstöður könnunarinnar.

Stutt hlé – Veitingar


  • Hver er staðan og hvert á að stefna: Á vit nýrra ævintýra
    Ida Semey öldungardeildarstjóri og spænskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð

Ida Semey fór á ráðstefnu í Danmörku haustið 2006 sem bar yfirskriftina„Læra um netið. Læra á netinu.“ Ráðstefnan var skipulögð fyrir kerfis- og netstjóra í menntageiranum, kennara og notendur “Danish Research Network”. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðuna og ýmsar nýjungar ræddar. Rannsóknanetið hvetur til framleiðslu og rannskókna á stafrænu efni, á notkun og framleiðslu myndupptaka (video) til notkunnar í kennslu á háskólastigi. Í erindinu verður farið yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni og stutt kynning mun verða á heimasíðu Rannsóknanetsins ásamt starfsemi þess. Sjálf er Ida að framleiða myndefni (video) til notkunnar í tungumála­kennslu og ætlar hún að flétta áhuga sinn á því sviði inn í erindið.


RannUM – Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun – apríl 2008

Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun í Kennaraháskóla Íslands, skammstafað RannUM. Stjórn 3f tók ákvörðun um að félagið gerðist stuðningsaðili rannsóknarstofunnar og væntir mikils af samstarfinu.

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun. Upplýsingatæknibyltingin hefur valdið gríðarlegum breytingum sem móta störf og lífsstíl fólks og hvergi sér fyrir endann á. Áhrif á nám og skólastarf hafa einnig verið töluverð. Innlendar og erlendar rannsóknir benda til að tölvuvæðing grunnskóla sé langt komin hér á landi en nýting upplýsingatækninnar mun síður.

Mikil þróun hefur engu að síður átt sér stað í fjarnámi og -kennslu, ekki síst í kennaramenntun og á framhaldsskólastiginu. Kortleggja þarf þróun í nýtingu upplýsingatækni á öllum skólastigum, kanna m.a. áhrif hennar á uppeldi og skólastarf, kennara og nemendur, hvernig efla má færni nemenda og kennara á sviðinu, skoða möguleika og tálma sem í tækninni felast og þau vandamál sem henni geta fylgt. Brýnt er að bæta og auka samstarf einstaklinga, samtaka og stofnana hvað varðar rannsóknir og þekkingarmiðlun. Einnig þarf að efla samstarf um nýsköpun, þróun og mat, t.d. á stafrænu námsefni og fræðsluefni fyrirtækja, stofnana og safna, afþreyingarefni eða leikjum, búnaði sem stuðlar að tæknilæsi á meðal barna og unglinga og margvíslegum hugbúnaði til skráningar, samskipta og miðlunar. Rannsóknarstofan stefnir að því að skoða þarfir og safna hugmyndum að rannsóknum og þróunarverkefnum á vettvangi. Sett verður fram áætlun sem felur í sér þjálfun háskólanema og ungs vísindafólks í nánu samstarfi við skóla og atvinnulíf. Stefnt er að öflugu samstarfi innlendra og erlendra aðila af mismunandi fræðasviðum.

Þeir sem vilja gerast stofnaðilar að rannsóknarstofunni snúi sér sem fyrst til Sólveigar Jakobsdóttur.


Fræðslu- og umræðufundur um frjálsan/opinn hugbúnað

3f stóð fyrir fræðslu- og umræðufundi um opinn/frjálsan hugbúnað miðvikudaginn 1. apríl í Álftamýrarskóla. Fundurinn var frá kl. 17:00 - 18:30. Tryggvi Björgvinsson, formaður Félags um stafrænt frelsi á Íslandi, fjallaði um opinn/frjálsan hugbúnað. Hann var með nokkrar tölvur með sér sem eingöngu eru með frjálsum hugbúnaði svo fundargestir gátu prófað og kynnt sér virkni þeirra. Í framhaldi af erindi Tryggva voru ýmis mál rædd er snerta frjálsan hugbúnað og skólastarf.

Er þetta ekki allt að koma? – 4. apríl 2008

Föstudaginn 4. apríl 2008 var haldinn fræðslufundur í Háskólanum á Akureyri um upplýsingatækni í skólastarfi. Það var kennaradeild HA og 3f sem stóðu fyrir fundinum. Tæplega 50 manns sóttu fundinn sem þótti takast ljómandi vel.

Stjórn 3f þakkar þátttakendum fyrir komuna, fyrirlesurum fyrir þeirra innlegg og HA fyrir samstarfið.

Hér má finna upptökur, glærur og fleira efni frá fyrirlesurum.
  • Upplýsingaöldin í skólum Akureyrarbæjar. Gunnar Gíslason skólafulltrúi Akureyrarbæjar.
    Upptaka.
  • Við spyrjum frekar en að svara.
    Arnar Yngvason, deildarstjóri á leikskólanum Iðavelli á Akureyri, fjallaði um hugmyndaauðgi barna og hvernig starfsfólk Iðavallar umgengst þann auð.
    Upptaka.
  • Netið til náms. Notkun vefleiðangra í skólastarfi.
    Eygló Björnsdóttir, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Margir kennarar vilja gjarnan hagnýta Netið í skólastarfinu en skortir skilgreindar leiðir til að byggja upp slíkar kennslustundir. Ein af leiðunum til þess er hönnun og notkun vefleiðangra.
    Upptaka.
  • Opin upplýsingatækni í Flúðaskóla.
    Elín Jóna Traustadóttir, deildarstjóri í upplýsingatækni fjallaði um þá þætti í opnum kerfum sem verið er að nota í Flúðaskóla í Árnessýslu.
    Upptaka.
  • Menntagátt og leiðin að notkun upplýsingatækni.
    Björn Sigurðsson, vefstjóri Menntagáttar kynnir í stuttu máli þá þjónustu sem vefurinn Menntagátt býður öllum kennurum upp á.
    Upptaka.
  • Opið –frjálst –ódýrt (glærusýning) - glærur.
    Sigurður Fjalar Jónsson, verkefnisstjóri og kennari við FB m.m. Uppgangur frjáls og opins hugbúnaðar hefur haft afdrifarík áhrif á landslag upplýsingatækninnar undanfarin ár. Í erindinu verður fjallað um margvísleg áhrif þessara breytinga á nám og kennslu og þau tækifæri sem þær hafa skapað kennurum jafnt sem nemendum.
    Upptaka.
  • Wiki í námi og kennslu.
    Salvör Gissurardóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands.
    Upptaka.

Yfirlit yfir upptökurnar.


Fræðslufundur 3f hjá Skólavefnum – 6. mars 2008

Skólavefurinn bauð félagsmönnum 3f til kynningarfundar fimmtudaginn 6. mars 2008 í húsakynnum Skólavefsins. Þeir Jökull Sigurðsson og Páll Guðbrandsson fóru yfir það sem Skólavefurinn býður upp á.

Skólavefurinn var stofnaður í byrjun árs 2000. Vefurinn hefur vaxið jafnt og þétt frá þeim tíma og er nú stærsti náms- og fræðsluvefur landsins. Á vefnum er að finna vandað efni fyrir leik-, grunn-, framhalds- og háskóla og fróðleiksfúst fólk á öllum aldri. Nær allir skólar á landinu eru áskrifendur að vefnum, auk þúsunda einstaklinga. Á Skólavefnum vinna u.þ.b. 10 manns, en auk þeirra eru margir sem vinna að einstökum afmörkuðum verkefnum.

Það kom fundarmönnum verulega á óvart hversu umfangsmikill vefurinn er. Daglega er sett inn mikið magn af kennsluefni sem áhugavert er fyrir alla kennara á hvaða skólastigi sem þeir kenna. Mikið af myndböndum til tungumálakennslu og hljóðskrám eru komnar inn á vefinn og er hægt að hlusta á mörg skáldverk og fróðleik um íslensk skáld. Það færist í vöxt að eldra fólk færi sér vefinn í nyt til þess t.d. að hlusta á Íslendingasögurnar.

Stjórn 3f þakkar þeim félögum Jökli og Páli kærlega fyrir góða og fræðandi kynningu.


Fræðslu- og kynnisferð á Keilissvæðið – 29. febrúar 2008

Þriðjudaginn 29. febrúar 2008 var farið í kynnisferð á vegum félagsins til Suðurnesja og Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs heimsótt. Það var Hjálmar Árnason, forstöðumaður fagskóla, sem tók á móti hópnum og sagði frá því uppbyggingastarfi sem á sér stað á gamla varnarliðssvæðinu.

Nánar má lesa um starfsemi Keilis á vefnum keilir.net.


3f og Bett – janúar 2008

3f sendi fulltrúa frá félaginu á Bett-sýninguna góðu í London.
Sjá frekari upplýsingar um það sem var í boði hér.

Picture

Stjórn 3f
Elínborg Siggeirsdottir, formaður
Sólveig Friðriksdóttir, gjaldkeri
Jóhanna Geirsdóttir, ritari
3f, félag um upplýsingatækni og  menntun
kt.  680591-1139
[email protected]

Uppfært í maí 2025