Atburðir 3f 2009
Kvöldstund í vefsmíðum – Joomlakvöld
Miðvikudagskvöldið 11. nóvember kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Kolbrún í Flataskóla í Garðabæ var svo vinsamleg að bjóða upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.
Klúbburinn var mjög óformlegur, boðið upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Við skiptumst á hugmyndum og kenndum hvort öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Skipti þá engu hvort Joomla 1.0 eða 1.5 var um að ræða.
Þeir sem höfðu áhuga gátu einnig lært eitthvað nýtt, t.d. að setja inn myndir og setja á þær tags.
Miðvikudagskvöldið 11. nóvember kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Kolbrún í Flataskóla í Garðabæ var svo vinsamleg að bjóða upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.
Klúbburinn var mjög óformlegur, boðið upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Við skiptumst á hugmyndum og kenndum hvort öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Skipti þá engu hvort Joomla 1.0 eða 1.5 var um að ræða.
Þeir sem höfðu áhuga gátu einnig lært eitthvað nýtt, t.d. að setja inn myndir og setja á þær tags.
Leikskólakennarahittingur
Mánudaginn 19. október komu leikskólakennarar innan 3f saman á leikskólanum Bakka í Grafarvogi. Rakel G. Magnúsdóttir, upplýsingatæknikennari í leikskólanum, tók vel á móti félagsmönnum. Leikskólinn hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í leikskólum undanfarin ár. Gaman að segja fá því að leikskólinn vann einmitt til verðlauna sl. föstudag á Hausthátíð eTwinning. Þrjú af verkefnum skólans í eTwinning hlutu evrópska gæðamerkið í ár og er það stórkostlegur árangur.
Rakel sendi okkur smá pistil um starfið og áhugaverðar krækjur sem rætt var um svo allir félagsmenn megi njóta (Nánar hér fyrir neðan). Hér má sjá myndir sem Sverrir J. Dalsgaard tók í gær.
Rakel sýndi okkur leikskólann og síðan kynnti hún starfið sem þar lýtur að upplýsingatækninni. Smart-skjárinn var skoðaður og sýnt hvernig hægt er að nýta hann í leik og námi leikskólabarna. Skjárinn er mjög skemmtilegt tæki sem býður upp á fjölmarga möguleika.
Heimasíðan á Bakka var skoðuð og farið var vel í það hvernig hún er uppbyggð. Rætt var um mikilvægi þess að vera með lifandi forsíðu ef viðkomandi ætlar á annað borð að halda úti heimasíðu á vefnum. Síðan var farið í ýmsar hagnýtar upplýsingar eins og réttindamál á því sem notað er á viðkomandi heimasíðu. Myndir af börnunum sem birtast opinberlega og mikilvægi þess að virða einkalíf þeirra og birta þar með flestar myndirnar af þeim á læstri myndasíðu. Rætt var um stærðir mynda sem fara á vefinn og hvað það er alltof algengt að þær séu ekki minnkaðar áður en þær eru settar út á vefinn. Að lokum var rætt um upplýsingatæknina á Bakka og hvaða forrit væru helst notuð.
Mánudaginn 19. október komu leikskólakennarar innan 3f saman á leikskólanum Bakka í Grafarvogi. Rakel G. Magnúsdóttir, upplýsingatæknikennari í leikskólanum, tók vel á móti félagsmönnum. Leikskólinn hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í leikskólum undanfarin ár. Gaman að segja fá því að leikskólinn vann einmitt til verðlauna sl. föstudag á Hausthátíð eTwinning. Þrjú af verkefnum skólans í eTwinning hlutu evrópska gæðamerkið í ár og er það stórkostlegur árangur.
Rakel sendi okkur smá pistil um starfið og áhugaverðar krækjur sem rætt var um svo allir félagsmenn megi njóta (Nánar hér fyrir neðan). Hér má sjá myndir sem Sverrir J. Dalsgaard tók í gær.
Rakel sýndi okkur leikskólann og síðan kynnti hún starfið sem þar lýtur að upplýsingatækninni. Smart-skjárinn var skoðaður og sýnt hvernig hægt er að nýta hann í leik og námi leikskólabarna. Skjárinn er mjög skemmtilegt tæki sem býður upp á fjölmarga möguleika.
Heimasíðan á Bakka var skoðuð og farið var vel í það hvernig hún er uppbyggð. Rætt var um mikilvægi þess að vera með lifandi forsíðu ef viðkomandi ætlar á annað borð að halda úti heimasíðu á vefnum. Síðan var farið í ýmsar hagnýtar upplýsingar eins og réttindamál á því sem notað er á viðkomandi heimasíðu. Myndir af börnunum sem birtast opinberlega og mikilvægi þess að virða einkalíf þeirra og birta þar með flestar myndirnar af þeim á læstri myndasíðu. Rætt var um stærðir mynda sem fara á vefinn og hvað það er alltof algengt að þær séu ekki minnkaðar áður en þær eru settar út á vefinn. Að lokum var rætt um upplýsingatæknina á Bakka og hvaða forrit væru helst notuð.
Ráðstefna 3f 2009 – Skapandi skólastarf. Opnar leiðir í námi og kennslu
Föstudaginn 2. október var haldin árleg ráðstefna 3f í samstarfi við RANNUM. Að þessu sinni var meginviðfangsefnið skapandi skólastarf. Fjallað var um opnar og margbreytilegar leiðir sem færar eru í námi og kennslu, en árið 2009 er einmitt ár skapandi hugsunar og nýsköpunnar í Evrópu.
Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu ráðstefnunnar og Ráðstefna 3f 2009.
Föstudaginn 2. október var haldin árleg ráðstefna 3f í samstarfi við RANNUM. Að þessu sinni var meginviðfangsefnið skapandi skólastarf. Fjallað var um opnar og margbreytilegar leiðir sem færar eru í námi og kennslu, en árið 2009 er einmitt ár skapandi hugsunar og nýsköpunnar í Evrópu.
Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu ráðstefnunnar og Ráðstefna 3f 2009.
Myndvinnslunámskeið í EuroCreator
Þriðjudaginn 13. október bauð 3f, í samvinnu við Apple á Íslandi, félagsmönnum upp á myndvinnslunámskeið í EuroCreator. Námskeiðið var haldið í Verzlunarskóla Íslands kl. 15:00 til 19:00. Það var sjálfstætt framhald á kynningu Apple á EuroCreator á ráðstefnu 3f fyrr í mánuðinum.
Apple á Íslandi útvegaði tölvubúnað fyrir námskeiðið og iPod Nano myndbandstökuvélar. Þátttakendum var frjálst að koma með eigin efni á geisladisk eða minnislykli og eigin búnað sem það vildi nota við kennslu. Stafrænar ljósmyndavélar og flestar myndbandsupptökuvélar virka, bara passa að taka með viðeigandi snúrur. Sjá nánari lýsingu á námskeiðstilhögun.
Þriðjudaginn 13. október bauð 3f, í samvinnu við Apple á Íslandi, félagsmönnum upp á myndvinnslunámskeið í EuroCreator. Námskeiðið var haldið í Verzlunarskóla Íslands kl. 15:00 til 19:00. Það var sjálfstætt framhald á kynningu Apple á EuroCreator á ráðstefnu 3f fyrr í mánuðinum.
Apple á Íslandi útvegaði tölvubúnað fyrir námskeiðið og iPod Nano myndbandstökuvélar. Þátttakendum var frjálst að koma með eigin efni á geisladisk eða minnislykli og eigin búnað sem það vildi nota við kennslu. Stafrænar ljósmyndavélar og flestar myndbandsupptökuvélar virka, bara passa að taka með viðeigandi snúrur. Sjá nánari lýsingu á námskeiðstilhögun.
Hver er námskeiðsþörf félagsmanna? – Könnun meðal félagsmanna í október
Það er einlægur vilji stjórnar 3f að koma sem mest og best á móts við þarfir félagsmanna. Stjórnin sendi því fyrir skömmu út til félagsmanna könnun þar sem að þeir gátu gefið til kynna hvers konar námskeið þeir gætu hugsað sér að sækja á vegum félagsins. 69 félagsmenn sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt.
Stjórn 3f þakkar öllum sem tóku þátt í könnuninni og lítur á niðurstöðuna sem leiðarvísir inn í vetrarstarfið. Við vonumst til þess að verða við sem flestum óskum félagsmanna.
Það er einlægur vilji stjórnar 3f að koma sem mest og best á móts við þarfir félagsmanna. Stjórnin sendi því fyrir skömmu út til félagsmanna könnun þar sem að þeir gátu gefið til kynna hvers konar námskeið þeir gætu hugsað sér að sækja á vegum félagsins. 69 félagsmenn sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt.
Stjórn 3f þakkar öllum sem tóku þátt í könnuninni og lítur á niðurstöðuna sem leiðarvísir inn í vetrarstarfið. Við vonumst til þess að verða við sem flestum óskum félagsmanna.
Kvöldstund í vefsmíðum – Joomlakvöld
Fimmtudagskvöldið 24. september kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Þórunn í Álftamýrarskóla var svo vinsamleg að bjóða upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.
Klúbburinn var mjög óformlegur, boðið var upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Skiptst var á hugmyndum og þátttakendur kenndu hvert öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Skipti þá engu hvort Joomla 1.0 eða 1.5 er um að ræða.
Fimmtudagskvöldið 24. september kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Þórunn í Álftamýrarskóla var svo vinsamleg að bjóða upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.
Klúbburinn var mjög óformlegur, boðið var upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Skiptst var á hugmyndum og þátttakendur kenndu hvert öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Skipti þá engu hvort Joomla 1.0 eða 1.5 er um að ræða.
Byrjendanámskeið í Joomla vefsíðugerð
Þriðjudagana 15. og 22. september stóð 3f fyrir byrjendanámskeiði í Joomla-vefumsjónarkerfinu. Kennari á námskeiðinu var Sigurður Fjalar Jónsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og vefhönnuður hjá HugAx. Námskeiðið fór fram í Verzlunarskóla Íslands kl. 15:00 báða dagana og lauk um kl. 17:00. Námskeiðsgjald fyrir félagsmenn 3f var kr. 6.000. Góður rómur hefur verið gerður að Joomla-námskeiðunum sem 3f hefur staðið fyrir.
Hér á vefnum er safnað saman efni um Joomla.
Þriðjudagana 15. og 22. september stóð 3f fyrir byrjendanámskeiði í Joomla-vefumsjónarkerfinu. Kennari á námskeiðinu var Sigurður Fjalar Jónsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og vefhönnuður hjá HugAx. Námskeiðið fór fram í Verzlunarskóla Íslands kl. 15:00 báða dagana og lauk um kl. 17:00. Námskeiðsgjald fyrir félagsmenn 3f var kr. 6.000. Góður rómur hefur verið gerður að Joomla-námskeiðunum sem 3f hefur staðið fyrir.
Hér á vefnum er safnað saman efni um Joomla.
Heimsókn til Sjá ehf.
Síðdegis miðvikudaginn 9. september buðu þær Áslaug og Jóhanna hjá SJÁ félagsmönnum í heimsókn í fyrirtækið sitt.
Áslaug hélt erindi um það hvað ber að hafa í huga við gerð góðra skólavefja. Síðan var spjallað um úttekt á opinberum vefjum sem fyrirtækið SJÁ hefur unnið að í nokkur ár. Hægt er að sjá niðurstöður úttekta þeirra á vefsíðu Hagstofunnar og er mjög fróðlegt að skoða útkomu ákveðinna vefja eða bera saman vefi. Við skoðuðum nokkra vefi framhaldsskóla og áhugaverð niðurstaða kom upp. Áslaug benti okkur á að skoða Vefhandbókina sem er á UT-vefnum. Áhugavert að skoða áður en hafist er handa við vefsmíðina. Á UT vefnum er svo líka að finna fræðslu um frjálsan og opinn hugbúnað.
Stjórn 3f þakkar þeim Áslaugu og Jóhönnu kærlega fyrir höfðinglegar mótttökur.
Síðdegis miðvikudaginn 9. september buðu þær Áslaug og Jóhanna hjá SJÁ félagsmönnum í heimsókn í fyrirtækið sitt.
Áslaug hélt erindi um það hvað ber að hafa í huga við gerð góðra skólavefja. Síðan var spjallað um úttekt á opinberum vefjum sem fyrirtækið SJÁ hefur unnið að í nokkur ár. Hægt er að sjá niðurstöður úttekta þeirra á vefsíðu Hagstofunnar og er mjög fróðlegt að skoða útkomu ákveðinna vefja eða bera saman vefi. Við skoðuðum nokkra vefi framhaldsskóla og áhugaverð niðurstaða kom upp. Áslaug benti okkur á að skoða Vefhandbókina sem er á UT-vefnum. Áhugavert að skoða áður en hafist er handa við vefsmíðina. Á UT vefnum er svo líka að finna fræðslu um frjálsan og opinn hugbúnað.
Stjórn 3f þakkar þeim Áslaugu og Jóhönnu kærlega fyrir höfðinglegar mótttökur.
3f á fésinu – Facebook (fésið)
Nú í maí náði 3f inn á Facebook eða fésið, en stofnaður hefur verið hópur þar sem allir áhugasamir um UT geta skráð sig í enda nýtur Facebook samfélagið á Netinu mikilla vinsælda. Markmiðið með hópnum á fésinu er að kynna starfsemi félagsins, fjölga félagsmönnum, koma upplýsingum til félagsmanna og auka tengsl/samskipti milli þeirra. 3f-félagar eru hvattir til að skrá sig í 3f-grúppuna og láta aðra vita af henni, bæði félagsmenn og aðra þá sem áhuga hafa á upplýsingatækni í menntun. Rétt er að minna á að það kostar ekkert að vera félagsmaður í 3f og það er einfalt að skrá sig. |
Athugasemdir 3f við lykilhæfniþætti í nýrri námskrá – Í byrjun maí
Menntamálaráðuneytið hefur sett fram drög að skilgreiningu á átta lykilhæfniþáttum (key competences) sem grundvalla eiga almenna menntun og námskrárgerð samkvæmt nýjum lögum um nám og kennslu. Þessir hæfniþættir byggja á skilgreiningu Evrópusambandsins.
Á vef menntamálaráðuneytisins nymenntastefna.is er að finna fyrirlestur frá ráðuneytinu sem fluttur var í janúar sl., Framhaldsskóli framtíðarinnar. Áhersla á hæfni í stað inntaks. Þar kemur fram að hæfni í upplýsingatækni (digital competence) er einn af þessum átta lykilhæfniþáttum (eins og Evrópusambandið leggur til). Þegar svo hins vegar er skoðuð ný skilgreining menntamálaráðuneytisins á íslenskri lykilhæfni, sem ný námskrá verður byggð á, kemur í ljós að töluverð breyting hefur átt sér stað og hæfni í upplýsingatækni er ekki lengur talin með.
Því hefur stjórn 3f sent ráðuneytinu bréf og óskað eftir skýringum á þessari breytingu. Sjá bréf 3f í heild.
Sjá svar Menntamálaráðuneytisins hér.
Menntamálaráðuneytið hefur sett fram drög að skilgreiningu á átta lykilhæfniþáttum (key competences) sem grundvalla eiga almenna menntun og námskrárgerð samkvæmt nýjum lögum um nám og kennslu. Þessir hæfniþættir byggja á skilgreiningu Evrópusambandsins.
Á vef menntamálaráðuneytisins nymenntastefna.is er að finna fyrirlestur frá ráðuneytinu sem fluttur var í janúar sl., Framhaldsskóli framtíðarinnar. Áhersla á hæfni í stað inntaks. Þar kemur fram að hæfni í upplýsingatækni (digital competence) er einn af þessum átta lykilhæfniþáttum (eins og Evrópusambandið leggur til). Þegar svo hins vegar er skoðuð ný skilgreining menntamálaráðuneytisins á íslenskri lykilhæfni, sem ný námskrá verður byggð á, kemur í ljós að töluverð breyting hefur átt sér stað og hæfni í upplýsingatækni er ekki lengur talin með.
Því hefur stjórn 3f sent ráðuneytinu bréf og óskað eftir skýringum á þessari breytingu. Sjá bréf 3f í heild.
Sjá svar Menntamálaráðuneytisins hér.
Möguleikar Google
Miðvikudaginn 10. mars kl. 16:00-18:00 var fræðslufundur um Google haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Hjörtur Hjartarson, kerfisfræðingur, kom og fræddi okkur um möguleika Google. Eins og flestir hafa heyrt þá býður http://google.com upp á fjölmörg áhugaverð tól sem við vitum ef til ekki nógu mikið um. Hjörtur var með fræðslu um Google og þátttakendur fengu einnig að prófa http://google.com undir hans leiðsögn. Frábær mæting og óskuðu þátttakendur eftir því að fá að heyra meira síðar. |
UT fundur á Egilsstöðum
Miðvikudaginn 25. febrúar voru fulltrúar 3f, þær Sólveig Friðriksdóttir formaður og Jóhanna Geirsdóttir meðstjórnandi, með fundi með kennurum á Austurlandi. Það var Bára Mjöll Jónsdóttir á Egilsstöðum sem aðstoðaði 3f við skipulagningu dagsins.
Kl. 12:00-13:30 – Fagfundur með upplýsingatæknikennurum á grunnskólastigi í Gistihúsinu á Egilsstöðum.
kl. 14:00-15:30 – Fagfundur með upplýsingatæknikennurum á framhaldsskólastigi í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Miðvikudaginn 25. febrúar voru fulltrúar 3f, þær Sólveig Friðriksdóttir formaður og Jóhanna Geirsdóttir meðstjórnandi, með fundi með kennurum á Austurlandi. Það var Bára Mjöll Jónsdóttir á Egilsstöðum sem aðstoðaði 3f við skipulagningu dagsins.
Kl. 12:00-13:30 – Fagfundur með upplýsingatæknikennurum á grunnskólastigi í Gistihúsinu á Egilsstöðum.
kl. 14:00-15:30 – Fagfundur með upplýsingatæknikennurum á framhaldsskólastigi í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Framhaldssnámskeið í Joomla
3f stóð fyrir framhaldsnámskeið í Joomla 10. og 17. febrúar. Þau þrjú Joomla námskeið sem félagið hefur staðið fyrir í vetur hafa öll fyllst, eitt áður en náðist að auglýsa það. Þess má geta að 3f sótti um styrk til Endurmenntunar (sem styrkir námskeið fyrir framhaldsskólakennara) til að halda Joomla námskeið en því erindi var hafnað.
Þátttakendur hafa verið mjög ánægðir en kennari á námskeiðunum hefur verður Sigurður Fjalar Jónsson kennari við FB og vefhönnuður hjá HugAx. Námskeiðiðin hafa verið haldin í Verzlunarskóla Íslands og kann stjórn félagsins stjórnendum skólans bestu þakkir fyrir afnot af húsnæði og tölvum.
Stjórn 3f hvetur félagsmenn til að hafa samband ef þeir hafa tillögur að námskeiði eða vilja standa að slíku í samstarfi við félagið.
3f stóð fyrir framhaldsnámskeið í Joomla 10. og 17. febrúar. Þau þrjú Joomla námskeið sem félagið hefur staðið fyrir í vetur hafa öll fyllst, eitt áður en náðist að auglýsa það. Þess má geta að 3f sótti um styrk til Endurmenntunar (sem styrkir námskeið fyrir framhaldsskólakennara) til að halda Joomla námskeið en því erindi var hafnað.
Þátttakendur hafa verið mjög ánægðir en kennari á námskeiðunum hefur verður Sigurður Fjalar Jónsson kennari við FB og vefhönnuður hjá HugAx. Námskeiðiðin hafa verið haldin í Verzlunarskóla Íslands og kann stjórn félagsins stjórnendum skólans bestu þakkir fyrir afnot af húsnæði og tölvum.
Stjórn 3f hvetur félagsmenn til að hafa samband ef þeir hafa tillögur að námskeiði eða vilja standa að slíku í samstarfi við félagið.
Námskeið í Office 2007
3f hélt námskeið í notkun Office 2007 í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudagana 27. janúar og 3. febrúar, kl. 15:30 til 17:30 báða dagana. Kennarar voru Sólveig Friðriksdóttir, kennari við Verzlunarskóla Íslands og Jóhanna Geirsdóttir, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Til stóð að halda námskeiðið í nóvember 2008 en því miður gat ekki orðið af því. Haft var samband við þá sem skráðu sig á námskeiðið þá og þeirra skráning endurnýjuð. Fullbókað var á námskeiðið. |
Heimsókn i Menntaskóla Borgarfjarðar
Stjórn 3f stóð fyrir heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar föstudaginn 20. febrúar 2009. Um 20 manns fóru með rútu frá Reykjavík og tveir komu frá Stykkishólmi.
Í skólanum tók Ida Semey, kennari við skólann, á móti hópnum. Skólameistarinn, Ársæll Guðmundsson, sagði frá tilurð skólans, stefnu hans og fjallaði um notkun upplýsingatækni. Þess má geta að allir nemendur skólans fá lánaða Apple fartölvu og áhersla er á notkun frjáls hugbúnaðar. Að lokum sagði Þór Þorsteinsson frá Nepal frá eMission.
Helga Sigurjónsdóttir var einn þátttakenda í ferðinni. Hún segir frá henni á bloggsíðu sinni „Ef ég væri unglingur þá vildi ég fara í Menntaskólann í Borgarnesi!".
Stjórn 3f þakkar kærlega fyrir móttökunar í Menntaskóla Borgarfjarðar og félagsmönnum þátttöku í ferðinni.
Stjórn 3f stóð fyrir heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar föstudaginn 20. febrúar 2009. Um 20 manns fóru með rútu frá Reykjavík og tveir komu frá Stykkishólmi.
Í skólanum tók Ida Semey, kennari við skólann, á móti hópnum. Skólameistarinn, Ársæll Guðmundsson, sagði frá tilurð skólans, stefnu hans og fjallaði um notkun upplýsingatækni. Þess má geta að allir nemendur skólans fá lánaða Apple fartölvu og áhersla er á notkun frjáls hugbúnaðar. Að lokum sagði Þór Þorsteinsson frá Nepal frá eMission.
Helga Sigurjónsdóttir var einn þátttakenda í ferðinni. Hún segir frá henni á bloggsíðu sinni „Ef ég væri unglingur þá vildi ég fara í Menntaskólann í Borgarnesi!".
Stjórn 3f þakkar kærlega fyrir móttökunar í Menntaskóla Borgarfjarðar og félagsmönnum þátttöku í ferðinni.
Byrjendanámskeið í Joomla
3f stóð fyrir byrjendanámskeiði í Joomla-vefumsjónarkerfinu 13. og 20. janúar 2009. Kennari á námskeiðinu var Sigurður Fjalar Jónsson kennari við FB og vefhönnuður hjá HugAx. Námskeiðið fór fram í Verzlunarskóla Íslands og hófst það kl. 15:00 báða dagana og lauk um kl. 17:00. Námskeiðsgjald var fyrir félagsmenn 3f er kr. 6.000. Rétt er að geta þess að allir áhugasamir geta gerst félagsmenn í 3f og félagsgjald er ekkert sem stendur.
Góður rómur var gerður að Joomla-námskeiðinu sem 3f stóðu fyrir síðastliðið haust. Margir lýstu áhuga á að sækja framhaldsnámskeið í Joomla. Því er ráðgert að halda slíkt námskeið í febrúar eða nánar tiltekið 10. og 17. febrúar. Skráning á það námskeið verður auglýst síðar.
Hér á vefnum er byrjað að safna efni um Joomla.
3f stóð fyrir byrjendanámskeiði í Joomla-vefumsjónarkerfinu 13. og 20. janúar 2009. Kennari á námskeiðinu var Sigurður Fjalar Jónsson kennari við FB og vefhönnuður hjá HugAx. Námskeiðið fór fram í Verzlunarskóla Íslands og hófst það kl. 15:00 báða dagana og lauk um kl. 17:00. Námskeiðsgjald var fyrir félagsmenn 3f er kr. 6.000. Rétt er að geta þess að allir áhugasamir geta gerst félagsmenn í 3f og félagsgjald er ekkert sem stendur.
Góður rómur var gerður að Joomla-námskeiðinu sem 3f stóðu fyrir síðastliðið haust. Margir lýstu áhuga á að sækja framhaldsnámskeið í Joomla. Því er ráðgert að halda slíkt námskeið í febrúar eða nánar tiltekið 10. og 17. febrúar. Skráning á það námskeið verður auglýst síðar.
Hér á vefnum er byrjað að safna efni um Joomla.