3f – Atburðir 2012
Kynning á Microsoft Multipoint í Hörðuvallaskóla í Kópavogi
Fimmtudaginn 22. nóvember 2012 kl. 19:30 var haldin kynning á Microsoft Multipoint-lausninni í samstarfi við Nýherja og Hörðuvallaskóla í Kópavogi.
Fulltrúi frá Nýherja ásamt Elínborgu Siggeirsdóttur, kennara í Hörðuvallaskóla og meðstjórnanda í 3f, kynntu lausnina.
Multipoint lækkar rekstrarkostnað skóla vegna tölvukerfa með því að hagnýta ódýrar sýndarútstöðvar sem eru allar tengdar einni tölvu.
Fimmtudaginn 22. nóvember 2012 kl. 19:30 var haldin kynning á Microsoft Multipoint-lausninni í samstarfi við Nýherja og Hörðuvallaskóla í Kópavogi.
Fulltrúi frá Nýherja ásamt Elínborgu Siggeirsdóttur, kennara í Hörðuvallaskóla og meðstjórnanda í 3f, kynntu lausnina.
Multipoint lækkar rekstrarkostnað skóla vegna tölvukerfa með því að hagnýta ódýrar sýndarútstöðvar sem eru allar tengdar einni tölvu.
Fræðslufundur um Windows 8
Fimmtudaginn15. nóvember 2012, kl. 19:30–21:30 var boðið til fræðslufundar um hið nýtilkomna Windows 8 stýrikerfi í samstarfi við Microsoft og Nýherja. Kynningin var haldin í húsnæði Nýherja að Borgartúni 37. Fulltrúi frá Microsoft kynnti nýjungarnar og möguleika hins nýja stýrikerfis. Fjöldi kennara mætti og var gerður góður rómur að kynningunni og líflegar umræður fylgdu í kjölfarið. |
Í Menntabúðum kemur fólk saman til að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum
en þeir eru í aðalhlutverki. Saman munu þeir takast á við áskoranir og málefni sem eru ákveðin af þátttakendum sjálfum
og eru knúin áfram af markmiðum og umfjöllunarefni dagsins.
Markmið Menntabúðanna var að:
Nánari uplýsingar er að finna á heimasíðu Menntabúða og á Fésbókarsíðunni https://www.facebook.com/menntabudir.
en þeir eru í aðalhlutverki. Saman munu þeir takast á við áskoranir og málefni sem eru ákveðin af þátttakendum sjálfum
og eru knúin áfram af markmiðum og umfjöllunarefni dagsins.
Markmið Menntabúðanna var að:
- skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað
- veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni
- gefa þátttakendum tækifæri til að öðlast ný og efla tengsl við jafningja þannig að samvinna verði í framtíðinni milli fólks
Nánari uplýsingar er að finna á heimasíðu Menntabúða og á Fésbókarsíðunni https://www.facebook.com/menntabudir.
Fræðsluerindi um forritunarmöguleika fyrir og í iPad
Þriðjudaginn 22. maí hélt 3f fræðslufund í samstarfi við Skemu í Háskólanum í Reykjavík. Rakel Sölvadóttir flutti erindi um forritunarmöguleika fyrir og í iPad. Erindið var tekið upp og hægt að horfa á það í tveimur hlutum á UT-rásinni. Sjá einnig skjákynningu Rakelar. |
Forritun í iPad – Skjákynning
Rakle Sölvadóttir með erindi á fræðslufundi 3f 22. maí 2012. |
Aðalfundur 3f 2012
Aðalfundur 3f var haldinn 22. maí 2012 í Háskólanum í Reykjavík, kl. 17. Sjá nánar undir Aðalfundir. |
Ráðstefna 3f 2012 – Margt smátt gerir eitt stórt
Föstudaginn 16. mars 2012 var haldin ráðstefna 3f og Háskólans í Reykjavík. Ráðstefnan bar yfirheitið: Margt smátt gerir eitt stórt – Upplýsingatækni og nýjungar. Meginþema ráðstefnunnar var upplýsingatækni í skólastarfi. Fjallað var sérstaklega um þær breytingar sem eru að verða í skólastofunni með tilkomu smærri tækja og tóla. Spáð var í framtíðina; verða miklar breytingar á kennsluháttum í nánustu framtíð, hver verða áhrifin á námsgagnagerð o.g. Ráðstefnan var samvinnuverkefni 3f og Háskólans í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar eru á vef ráðstefnunnar. |