3f – Atburðir 2014
Íslandsmót iðn- og verkgreina
Haldið í Kórnum 6.–8. mars 2014 3f stóð fyrir því að keppt var í fyrsta skipti í leikjaforritun og vefhönnun á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. 10 keppendur tóku þátt í leikjaforritun og 5 í vefhönnun. Keppnendur stóðu sig vel og það var ánægjulegt hve vel tókst til. Dómarar komu frá Tækniskólanum, HR, CCP og Microsoft. Styrktaraðilar ásamt 3f voru FTK, SUT, Advania og Nýherji, CCP og Microsoft. |