Ráðstefna 3f og RANNUM
Skapandi skólastarf Opnar leiðir í námi og kennslu Haldin í Háskóla Íslands, Menntavísindasviði, föstudaginn 2. október 2009 kl. 08:00–16:00. |
Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var skapandi skólastarf.
Fjallað var um opnar og margbreytilegar leiðir sem færar eru í námi og kennslu,
en árið 2009 var einmitt ár skapandi hugsunar og nýsköpunnar í Evrópu.
Fjallað var um opnar og margbreytilegar leiðir sem færar eru í námi og kennslu,
en árið 2009 var einmitt ár skapandi hugsunar og nýsköpunnar í Evrópu.
Dr. Sugata Mitra
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Dr. Sugata Mitra. Dr. Sugata Mitra hefur síðustu þrjú ár verið prófessor í Educational Technology, School of Education, Communication og Language Sciences í Háskólanum í Newcastle í Bretlandi. Þekktastur er Sugata Mitra fyrir verkefni sem hann var með á Indlandi og hét Hole in the Wall. Tilraun sem var gerð árið 1999. Tölvu var komið fyrir í vegg á fjölförnum vegi í smáþorpum á Indlandi og fylgst með því hvað gerðist. Rannsóknin leiddi í ljós að börn geta nýtt sér tölvu og flakkað um á Internetinu án þess að hafa fengið formlega þjálfun til þess. Dr. Sugata Mitra er mikilsvirtur fræðimaður á sínu sviði og eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. |
Það var samdóma álit þeirra sem ráðstefnuna sóttu að erindi Sugata Mitra hefði verið algjörlega framúrskarandi og öll erindin sérlega athyglisverð. Áhugasömum er bent á að skoða viðfangsefni hans á heimasíðu Hole in the wall.
Útdráttur úr erindi Sugata Mitra
Útdráttur úr erindi Sugata Mitra
SAFT
Fyrir hönd SAFT kynnti Jóna Karen Sverrisdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, nýja könnun á notkun barna og unglinga á netinu og nýmiðlum. Eitt af stærstu viðfangsefnum SAFT verkefnisins er að greina notkun barna og unglinga á netinu og öðrum skyldum miðlum. Árið 2003 og 2007 voru gerðar yfirgripsmiklar kannanir á netnotkun íslenskra barna og unglinga á aldrinum 9 –16 ára. Sambærileg könnun var gerð aftur fyrri hluta ársins 2009 og liggja niðurstöður nú fyrir. |
Heimili og skóli í samstarfi við Capacent Gallup og Lýðheilsustöð sá um framkvæmd könnunarinnar. Sem fyrr var megináherslan á netnotkun barna og unglinga á aldrinum 9–16 ára, að viðbættum sérstökum köflum um farsíma- og tölvuleikjanotkun.
Skjákynning
Skjákynning
Þorvaldur Þorsteinsson
Þorvaldur Þorsteinsson hefur starfað jöfnum höndum sem rithöfundur, myndlistamaður og kennari síðan árið 1990. Meðal þekktustu ritverka hans eru Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn, sem þegar hafa komið út í 8 löndum og hlotið margvísleg verðlaun. Þá hafa verið sett upp eftir hann 14 leikrit, þar á meðal And Björk, of course, en fyrir það hlaut hann Grímuna, hin íslensku leiklistarverðlaun árið 2003. Þorvaldur hefur verið eftirsóttur kennari og fyrirlesari í Evrópu og Bandaríkjunum um árabil, en á síðasta ári stofnaði hann sinn eigin námskeiðsskóla, kennsla.is, ásamt Helenu Jónsdóttur. Þorvaldur fjallaði um Skapandi skólastarf í erindi sínu. |
Ida Marguerite Semey
Ida Marguerite Semey er spænskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Menntaskóla Borgarfjarðar. Hún lauk mastersnámi í spænsku og kennsluréttindum úr Háskólanum í Leiden (Holland) í 1988. Hún hefur kennt spænsku við MH síðan haustið 1991 og við MB frá því haustið 2007. Haustið 2006 útskrifaðist hún frá framhaldsdeild KHÍ með áherslu á upplýsingatækni og stundar nú mastersnám við HÍ. Skjákynning |