3f – Atburðir 2013
3f með dómara í UT í World Skills heimsmeistarakeppninni
Ísland kemur að keppni í upplýsingatækni í fyrsta sinn á hinu alþjóðlega World Skills móti sem haldið var í Leipzig í Þýskalandi í júlí sl. Þátttakan var í formi dómgæslu, en tilgangurinn var að fulltrúi Íslands kynnti sér fyrirkomulag og áherslur alþjóðlegu keppninnar með það í huga að hægt verði að bjóða upp á þessa keppnisgrein á Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2014. |
3f, félag um upplýsingatækni og menntun og SUT, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins, stóðu að því að senda dómarann á vettvang og dæmdi hann keppnisgreinina „Upplýsingartækni – hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki” (IT Software Solutions for Business).
Sólveig Friðriksdóttir, stjórnarmaður í 3f og kennari í UT við Verzlunarskóla Íslands, fór sem dómari fyrir hönd 3f og SUT.
Sólveig Friðriksdóttir, stjórnarmaður í 3f og kennari í UT við Verzlunarskóla Íslands, fór sem dómari fyrir hönd 3f og SUT.
Aðalfundur 3f 5. júní 2013
Aðalfundur 3f var haldinn 5. júní nk. kl. 16:00 í Verzlunarskóla Íslands. Sjá nánar hér.
Aðalfundur 3f var haldinn 5. júní nk. kl. 16:00 í Verzlunarskóla Íslands. Sjá nánar hér.
Ráðstefna 3f – Í skýjunum – Upplýsingatækni og skólastarf
5. apríl 2013 Ráðstefna 3f, Háskólans í Reykjavík og Upplýsingar var haldin í Háskólanum í Reykjavík 5. apríl 2013. Meðal viðfangsefna í ár var spjaldtölvur í námi og kennslu, vendikennsla, Menntamiðja, skýið, Mooc fyrirbærið og gagnaukinn veruleiki. Sjá nánar á vef ráðstefnunnar. |
Kvöldstund í vefsmíðum í Álfhólsskóla
21. mars
Fræðslufundur í vefsmíðum var haldinn fimmtudagskvöldið 21. mars kl. 19:30–21:30 í Álfhólsskóla (Hjalla) í Kópavogi. Félagsmenn hittust, báru saman bækur sínar, fengu aðstoð og kynnust spennandi nýjungum í vefsmíðum. Fínn fundur og góð mæting.
21. mars
Fræðslufundur í vefsmíðum var haldinn fimmtudagskvöldið 21. mars kl. 19:30–21:30 í Álfhólsskóla (Hjalla) í Kópavogi. Félagsmenn hittust, báru saman bækur sínar, fengu aðstoð og kynnust spennandi nýjungum í vefsmíðum. Fínn fundur og góð mæting.
Bett-kvöld 3f og Nýherja
15. febrúar BETT-sýningin „Power Learning“ var haldin í 15. sinn í Excel-höllinni í London dagana 30. janúar–2. febrúar sl. Fulltrúar úr stjórn 3f sóttu sýninguna sem var sú stærsta og veglegasta hingað til. Miðvikudaginn 13. febrúar kl. 19:30 hélt 3f ,í samvinnu við Nýherja, BETT-kvöld fyrir félagsmenn og aðra áhugasama. Ætlunin var að eiga notalega kvöldstund saman og ræða upplifun okkar af sýningunni. Hvað vakti athygli okkar, hvað var nýtt, hvað verð ég að eignast o.s.frv. |
Fjölmenni var í húsakynnum Nýherja í Borgartúni 37 og nutu þátttakendur góðra góðra veitinga yfir spjalli á léttum nótum um það sem við sáum, heyrðum og
upplifðum á BETT.
upplifðum á BETT.