Hljóð og mynd – Sumarnámskeið 2017 Námskeið á vegum 3f, félags um upplýsingatækni og menntun og SEF. Haldið í Verzlunarskóla Íslands 8.–9. júní 2017, kl. 09:00–16:00.
Markmið námskeiðsins er að kynna framhaldsskólakennurum notkun fjölbreytts hugbúnaðar og tækja til hljóð- og myndvinnslu og upptökum við gerð kennslumyndbanda o.fl. Viðfangsefni námskeiðsins Á námskeiðinu verður farið í og kynnt annars vegar upptökur á efni með fjölbreyttum tækjabúnaði svo sem snjallsímum, GoPro-myndavélum og smámyndavélum og hins vegar forrit (frí) fyrir klippingu á því, samsetningu og frágangi. Kennarar: S. Fjalar Jónsson FB Haukur Eiríksson VMA Ívar Valbergsson FSS Elínborg A. Siggeirsd. formaður 3f, Hörðuvallaskóli Umsjón: Sólveig Friðriksdóttir [email protected] Gsm: 864-2873 Jóhanna Geirsdóttir jge@fb.is Gsm: 699-5216 |
Tenglar í vefsíður og forrit
|
Listi frá Elínborgu yfir áhugaverðar/gagnlegar vefsíður og öpp frá því á námskeiðinu
- Green Scrren – Appið heitir Green screen by Do Ink – kostar tæpa 4 USD
- Nearpod – App og vefsíða. Þarf að kaupa aðgang fyrir skóla. Hægt að fá prufuaðgang.
- Padlet – Bæði vefsíða og App – frítt
- Team Shake – App til að velja nemendur saman í hópa. Frítt.
Sniðugt því það er hægt að setja inn styrkleika/veikleika hvers nemanda. Hægt að velja hve margir eru í hóp. - Simple Mind – App - hugarkort – mjög flott – hægt að gera mikið í ókeypis útgáfu – keypta útgáfan er samt flottari
- ThingLink – Mjög flott verkefna-app – skemmtilegt að bjóða upp á í verkefnaskilum. Gott að skoða tutorials á Youtube.
- Animator – App til að gera hreyfimyndir – hægt að gera teiknimyndir eða teikna hreyfimynd inn á ljósmynd – snjallt til að gera bakgrunn í GreenScreen
- StopMotion Animation – fFott og einfalt app – best að nota iPhone útgáfuna (gult icon)
- StudyBlue – Frítt app til að vinna minnispjöld – hægt að taka mynd td af skýringum eða úr bókum.
Hægt að vinna spjöldin í spjaldtölvu og nota þau í símanum sínum. - EasyBib – fFott heimildavinnslu app – tekur mynd af strikamerki bókar og færð þá upp hvernig þú skráir heimildina.
- SnapSeed – Flott myndvinnslu App – frítt
- Rafbækur – Tvö öpp sem ég hef notað – bæði eru betri í keyptu útgáfunni en virka alveg í ókeypis bara færri valmöguleikar.
Story Creator og Book Creator. - Codea - Flott app fyrir forritunarkennslu
- SPHERO boltarnir sem hægt er að forrita – Appið fyrir þá heitir Lightning Lab – ath mun hagstæðara að kaupa á Amazon heldur en hér heima.