• Heim
  • Félagið
    • Póstlisti
    • Stjórn 3f
    • Lög 3f
    • Saga 3f
    • Aðalfundir
  • Fréttir
    • Leikskóli
    • Grunnskóli
    • Framhaldsskóli
  • Atburðir
    • 2022 Sumarnámskeið
    • 2021 Sumarnámskeið
    • 2020 Sumarnámskeið
    • 2019 Sumarnámskeið
    • 2018 – FabLab
    • 2017 Hljóð og mynd
    • 2016 >
      • 2016 – Forritun fyrir alla
      • Tenglar – Forritun fyrir alla
    • 2015 >
      • 2015 – Stafrænt kennsluefni
    • 2014
    • 2013
    • 2012
    • 2011
    • 2010
    • 2009
    • 2008
    • 2007
    • 2006
    • 2005
  • Ráðstefnur
    • 2015 – Rafræn miðlun og menntun
    • 2013 – Í skýjunum
    • 2012 – Margt smátt …
    • 2011 – Framtíðn er núna
    • 2009 – Skapandi skólastarf
    • 2008 – Fjarnám og fjarkennsla
    • 2007 – Vörður vísa veginn
    • 2006 – Það er leikur að læra
    • 2005 – Fjarnám og kennsla
  • Heimildir
3f – Félag um upplýsingatækni og menntun

3f – Atburðir 2010


Skemmtikvöld 3f: Ný vefsíða og 100 bestu stafrænu verkfærin í námi og kennslu

22. nóvember kl. 17:30 var haldinn jólafundur í Verzlunarskóla Íslands þar sem S. Fjalar Jónsson kynnti félagsmönnum m.a. 100 bestu stafrænu verkfærin í námi og kennslu og opnaði formlega nýja vefsíðu félagsins. Nýja heimasíðan er unnin í vefumsjónarkerfinu WordPress, en sú gamla var unnin í Joomla
.

Á skemmtikvöldinu fór Fjalar yfir 100 bestu stafrænu verkfærin í námi og kennslu. Þetta er listi sem Jane Hart, stofnandi Centre for learning and Performance Technologies tekur árlega saman. Hér má sjá kynninguna sem unnin var í Prezi.

Notalegt síðdegi yfir góðum veitingum og margt áhugavert til umræðu.

Picture
100 bestu verkfærin
Picture

Joomla-klúbbur í Álfhólsskóla

Fimmtudagskvöldið 11. nóvember kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Árni í Álfhólsskóla í Kópavogi var svo vinsamlegur að bjóða félagsmönnum okkar upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.

Klúbburinn var sem fyrr mjög óformlegur, boðið var upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Við  skiptumst á hugmyndum og kenndum hvert öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Við vorum með stutt innlegg, kenndum þátttakendum að setja inn á síðurnar myndrænar tilvísanir í myndakerfi eins og Flickr.

Mest um vert var að hafa gaman af og miðla af þekkingu til hver annarra. Góðar veitingar voru að venju í boði 3f.
Picture
Á Joomla-kvöldi í Álfhólsskóla
Picture

Menntakvika – Málþing Menntavísindasviðs HÍ

Þann 22. október var haldin hin árlega ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands undir heitinu Menntakvika: rannsóknir, nýbreytni og þróun. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins.

Picture
Tvö erindi voru á vegum stjórnarmanna i 3f:
  • Rafrænt skólastarf – Fjóla Þorvaldsdóttir
  • Eru íslensk ungmenni „læs“ á umheiminn? – Sólveig Friðriksdóttir

Sjá nánar á vef málþingsins: Menntakvika 2010.
Minn eiginn vefur – Námskeið í Wordpress vefumsjónarkerfinu

Í október og nóvember hélt 3f námskeið í vefsíðugerð sem bar nafnið Minn eiginn vefur. Námskeiðið var hugsað fyrir alla áhugasama kennara sem hafa áhuga á að læra vefsíðugerð frá grunni.

Á námskeiðinu lærðu þátttakendur að skrá íslensk lén, sækja um vefhýsingu og setja upp eigin vef frá grunni. Unnið var með WordPress vefumsjónarkerfið sem er opinn og ókeypis hugbúnaður. Þátttakendum var frjálst að móta vef að eigin vali og fá aðstoð við uppsetningu, útlit og efnisvinnslu í WordPress vefumsjónarkerfinu. Geta má þess að þetta vefumsjónarkerfi hefur verið mjög vinsælt sem persónulegir vefir, bekkjarvefir og æ fleiri skólar eru farnir að gera heimasíður sínar með þessu kerfi.

Kennslan fór fram í þremur staðbundnum lotum í kennslustofu ásamt því sem þátttakendur hafa aðgang að kennara og kennsluefni í gegnum Moodle námsstjórnunarkerfið á meðan námskeiðið stendur og einnig eftir það.
Kennari var S. Fjalar Jónsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Námskeiðsgjald er einungis 8.000 kr.

Námskeiðið var haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eins og hér segir:
  6. október     kl. 17:45–20:00
13. október     kl.17:15–20:00 (viðbætur - vinnustofa)
20. október     kl. 17:45–20:00

10. nóvember kl. 17:45–20:00

Góður rómur hefur verið gerður að vefsíðunámskeiðunum sem 3f hefur staðið fyrir, en því miður ræðst fjöldi þátttakenda af aðstæðum og því komast einungis 22 að á námskeiðinu. Ef áhugi verður mikill mun námskeiðið verða endurtekið.

Sumanámskeið 3f og SEF fyrir framhaldsskólakennara

Í byrjun júní stóð 3f fyrir tveimur námskeiðum
sérstaklega ætlluðum félagsmönnun 3f. Öllum félagsmönnum 3f var velkomið að sækja um, en framhaldsskólakennarar gengu fyrir á námskeiðunum. Eins og áður var fullt á bæði námskeiðin.

Í boði voru námskeiðin:

Efnisvinnsla á vef - haldið 1. og 8. júní 2010 kl. 9:00 til 13:30 í Verzlunarskóla Íslands.
Kennari var S. Fjalar Jónsson. Dipl Ed. í tölvu- og upplýsingatækni.

Markmið námskeiðsins er að gera upplýsingatæknikennara færari í hvers konar efnisvinnslu á vef, s.s. vinnslu með texta, myndir, hljóð og margmiðlunar­efni. Sjá nánar og skráning á heimasíðu Endurmenntunnar HÍ.  ATH. Hér gildir fyrstir skrá - fyrstir fá.

Miðlun efnis í kennslu og á vef - haldið 3. júní kl. 8:30 - 16:30 í Verzlunarskóla Íslands.

Kennari var Ida Semey. Dipl.Ed. í tölvu- og upplýsingatækni,

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að vinna með upptökuvél, læri að gera handrit (og "storyboard"),  geti myndað margar senur og skeytt saman og geti unnið með upptökur á ýmsa vegu fyrir vef.


Framhaldsnámskeið í Joomla vefumsjónarkerfinu

Miðvikudaginn 26. maí stóð 3f fyrir framhaldsnámskeiði í Joomla-vefumsjónarkerfinu.
Kennari á námskeiðinu var Sigurður Fjalar Jónsson, kennari við FB og vefhönnuður hjá HugAx.

Picture
Fyrri hluti námskeiðsins var í Verzlunarskóla Íslands 26. maí kl. 15:00–17:00.
Seinni hlutinn var síðan í fjarnámi á kennsluvef sem gerður var um Joomla vefumsjónarkerfið.
Áhugasamir sem ekki gátu verið á staðnum gátu tekið þátt með aðstoð eMission.

Námskeiðsgjald fyrir félagsmenn 3f var kr. 6.000. Rétt er að geta þess að allir áhugasamir geta gerst félagsmenn í 3f og félagsgjald er ekkert sem stendur.

Góður rómur hefur verið gerður að Joomla-námskeiðunum sem 3f hefur staðið fyrir, en því miður ræðst fjöldi þátttakenda af aðstæðum og því komast einungis um 25 manns að í Verzló, en þátttakendur í eMission geta verið óteljandi. Myndist biðlisti munum við bjóða þeim sem ekki komast að að nýta sér eMission til þátttöku.

Heimsókn í Varmás í Mosfellsbæ

Fimmtudaginn 15. apríl kl. 16 bauð Ólafur í Varmás öllum félagsmönnum 3f í heimsókn í fyrirtæki sitt sem er til húsa í Markarholti 2 í Mosfellsbæ.

Ólafur bauð upp á góðar veitingar og kynnti fyrir félagsmönnum vörur sem hann er með og henta í námi og kennslu. Varmás flytur til landsins m.a. SMART búnað.


Möguleikar Google – Fyrri kynning 10. mars

Síðdegis 10. mars var haldinn kynningarfundur í Verzlunrskóla Íslands um möguleika Google. Það er skemmst að segja frá því að Hjörtur Hjartarson, kerfisfræðingur var frábær og alveg ótrúlega margt sem er inni í Google. Mun meira en þátttakendur komust yfir að skoða.
Picture
Flest allir sem voru á fundinum lýstu yfir áhuga á því að fá að heyra meira og ætlum við að reyna að verða við því. Þeir sem ekki komust í dag geta þá mætt einnig. Við auglýsum síðar hvenær af því verður.

Stjórn 3f þakkar Hirti kærlega fyrir fróðlegt erindi og skemmtilegt síðdegi.


Meira um Google – Seinni kynning 24. mars

Miðvikudaginn 24. mars fengum við enn meiri kynningu á möguleikum á Google þegar Hjörtur Hjartarsson, kerfisfræðiingur, kom aftur til okkar í Verzlunarskólann og var með beina útsendingu á Netinu. Með aðstoð Nepals sendum við út  með eMission hugbúnaði og kunnum við þeim hjá Nepal góðar þakkir fyrir aðstoðina.

Upptakan, sem var gerð samhliða útsendingu, er nú aðgengileg á Netinu og má nálgast með því að smella  hér.

Heimsókn í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ

Miðvikudaginn 24. febrúar stóð 3f fyrir heimsókn í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ (FMos) til að fá kynningu á starfseminni þar en skólinn tók til starfa sl. haust. Áhugasamir félagar mættu í Mosfellsbæinn á eigin bílum enda stutt fyrir flesta að fara. Skólinn er til húsa í gömlu húsi sem áður fyrr hýsti grunnskóla bæjarins, Brúarland.

Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Fmos, tók á móti félagsmönnum. Byrjað var á skoðunarferð um húsnæði skólans og gaman var að sjá hvernig arkitekt tókst að koma öllu haganlega fyrir og jafnfram halda í upphaflega form hússins. Guðbjörg kynnti síðan bæði hugmyndafræði og starfsemi skólans.

Nú eru um 90 nemendur í skólanum og lögð áhersla á metnaðarfullt, verkefnamiðað nám og kennsluaðferðir, sem miða að því að auðvelda nemendum að ná tökum á námsefninu, og stöðugt námsmat. Stuðst er við hugmyndir um leiðsagnarmat. Stundataflan er sveigjanleg, bæði fastir tímar og verkefnatímar þar sem nemendur stjórna því sjálfir hvort þeir nýta aðstoð kennara eða ekki.

Heimsóknin var afar ánægjuleg og fróðleg og það verður spennandi að fylgjast með framgangi skólans í framtíðinni.

Stjórn 3f
Elínborg Siggeirsdottir, formaður
Sólveig Friðriksdóttir, gjaldkeri
Jóhanna Geirsdóttir, ritari
3f, félag um upplýsingatækni og  menntun
kt.  680591-1139
3f@3f.is

Uppfært í apríl 2022