Bett Show í London í janúar 2008
Björn Sigurðsson frá 3f
Það var fjölmennur hópur íslenskra kennara, skólastjórnenda, kerfisstjóra og annara sem áhuga hafa á upplýsingatækni og menntun, sem sótti BETT sýninguna í London nú í byrjun janúar. Eins og áður var margt að sjá og mikið um að vera. Hér koma nokkrir punktar frá BETT.Fjölmenni
Um 160 manns voru í hópferð Úrvals-Útsýnar og Nýherja á BETT. Gera má ráð fyrir að í hópnum hafi verið nokkrir makar sem hafi fylgt með en síðan má ekki gleyma að það eru alltaf einhverjir héðan sem fara á eigin vegum. Það má því áætla að það hafi verið hátt í 200 íslendingar á BETT.
Fyrir marga er það ekki aðeins að fara á þessa stóru sýningu um tækni og menntun, heldur einnig að hitta annað fólk sem vinnur við og hefur áhuga á upplýsingatækni í skólastarfi. Þannig myndast einskonar árhátíðarstemming þessa hóps.
Það eru ekki bara Íslendingar sem fjölmenna á sýninguna því að þegar gengið er um hana heyrast mjög víða töluð Norðurlandamál og önnur mál en enska. Það var sem það hefði sjaldan verið jafn fjölmennt á BETT og í ár, þegar á fimmtudagsmorgninum var orðið „stappað".
Sýning
Það var ekki neitt öðru fremur áberandi á sýningunni í ár, sumir höfðu á orði að hún væri ekki eins spennandi og oft áður. Á neðri hæðinni voru stórfyrirtækin áberandi eins og ávalt en á efri hæðinni voru margir smærri aðilar. Það er ekki síður áhugavert að skoða það sem litlu fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Fjölbreytnin er mikil og víða er nokkurs konar grasrótarstarf í gangi. Svo dæmi sé tekið þá er lítið fyrirtæki búið að gera viðbótareiningu (modul) við Joomla vefumsjónarkerfið sem breytir því í námsstjórnunarkerfi (námsumhverfi).
Margt af því sem verð er að sýna og selja er eingöngu ætlað breska skólakerfinu, þ.e. alls konar þjónusta sem fyrirtæki selja skólum, hýsing, endurmenntun kennara, ráðgjöf og fleira. Það er fróðlegt að sjá hvað skólum bjóðast margir valkostir á þessu sviði og hversu mikil viðskipti eru í kringum menntageirann. Sumum Íslendingunum fannst sem sölumennirnir væru stundum einum of aðgangsharðir.
Fyrirlestrar/kynningar
Um hundrað fyrirlestra voru í boði. Microsoft, Appel og fleiri stórir aðilar voru með kynningar/sýningar sem margar hverjar voru vel sóttar. Það var t.d. áhugavert að heyra um framtíðarsýn Microsoftmanna og um það nýjasta sem Apple er að bjóða upp á. Á einum stað var svæði sem kallaðist skóli framtíðar. Þar voru í gangi umræður, fyrirlestrar og kennsla (kennarar með nemendum sem t.d. sýndu hvernig ákveðin tækni virkaði í kennslustofu).
Hugbúnður
Kynntur var hugbúnaður af ýmsu tagi. Stöðugt eykst úrvalið af efni sem er ætlað fyrir gagnvirkar töflur en þær virðast vera orðnar algengar í breskum skólum. Enn er nokkuð mikið um forrit sem seld eru á diskum en þróunin er greinilega í átt að kennsluforritum sem aðgengileg eru á Internetinu. Þannig forrit eru nú farin að bjóða upp á meiri möguleika en áður, eins og að efni sem unnið er með þeim sé vistað á Netinu. Gott dæmi um það er hugbúnaður frá Cricksoft sem heitir WriteOnline en hann er sniðinn að kennslu nemenda sem eiga erfitt með lestur og ritun.
Vélbúnaður
Eins og áður var nefnt virðast gagnvirkar töflur komnar til að vera svo og virðast Bretar ætla að verða hrifnir af fjarstýrðum svartækjum sem gjarnan eru nýtt með gagnvirku töflunum, a.m.k. er enn verið að kynna slík tæki. Af öðrum tækjum má nefna n.k. stafræna myndavél sem er tengd skjávarpa. Þetta eru mjög öflugar vélar sem notaðar eru til að varpa upp því sem er stillt upp fyrir neðan þær, það getur t.d. verið mynd í bók, laufblað eða eitthvað smátt því tækið getur virkað eins og víðsjá eða bókvarpi. Þessi tæki skila miklum myndgæðum.
Nokkur fyrirtæki kynntu litlar fartölvur sem vænlegan kost í kennslu. Svo er vert að minnast á Bee-Bot og félaga (þó ekki sé þetta nýtt) en það eru skemmtileg tæki til að kenna ungum nemendum logo-forritun. Forrit sem notað er í tengslum við tækin (eða eitt og sér) fékk ein af BETT verðlaununum.
Námsefni
Breskum skólum býðst óhemju mikið úrval af náms- og kennsluefni á Internetinu. Ein mesta gróskan er í alls konar myndefni. Þannig hafa t.d. kvikmyndasöfn, sjónvarpsstöðvar, námsefnisútgefendur og fleiri sett út á Netið mikið af myndskeiðum úr kvikmyndum, fréttaþáttum, heimildarmyndum og nýju efni. Flest af þessu er selt í áskrift en það sem er opið er ekki hægt að nálgast utan Bretlands.
Sérkennsla
Nokkuð minna var um efni fyrir sérkennslu en áður. Aftur á móti var haldin önnur sýning/ráðstefna um sérkennslumál, The Special Needs Fringe, á Hilton hóteli sem er stutt frá Olympia þar sem BETT er haldið. Þar var ekki aðeins verið að kynna það sem flokkast undir upplýsingatækni heldur var úrvalið af efni mjög fjölbreytt og mikið af fyrirlestrum í boði.
Verðlaun
Ekki má gleyma að minnast á þá sem hlutu BETT verðlaunin í ár. Veitt eru verðlaun í fjölmörgum flokkum og því vert að skoða það nánar.
Til að fræðast meira um það sem var að gerast á BETT er upplagt að horfa á þátt á TeachersTV.
BETT verðlauninÁ opnunardegi BETT sýningarinnar í Lundúnum, var tilkynnt hverjir hlytu BETT verðlaun. Veitt voru 11 verðlaun í jafn mörgum flokkum. Hér má lesa um sex af þeim verkefnum sem unnu til verðlana.
Það eru þrír aðilar sem standa saman að þessum verðlaunum, Becta sem er ríkisstofnun um upplýsingatækni í menntun, BESA sem eru samtök námgagnaútgefenda og Emap Education sem skipuleggur BETT sýninguna.
Verkfæri til sköpunar2Paint A Picture
Einfalt teikniforrit fyrir grunnskólanemendur sem þó býður upp á mjög fjölbreytta möguleika. Forritið gefur tækifæri til að vinna með alls konar pensla og mynstur. Það er einnig hægt að vinna með ljósmyndir á skemmtilegan og skapandi hátt. Kjörið er að nota forritið til að kenna t.d. fjarvíddarteikningu.
Kynningarmyndband.
Stafrænt námsefni fyrir yngri nemendur – grunn námsgreinarFocus on Bee-Bop: Lesson Activities
Bee-Bop er tæki (randafluga) til að kenna einfalda forritun (logo). Tækið er forritað til að fara ákveðna leið. Hér er um að ræða kennsluefni á disk sem ætlað er til notkunar með tækinu og hentar vel í stærðfræði- og upplýsingatæknikennslu.
Kynningarmyndband.
Stafrænt námsefni fyrir yngri nemendur – aðrar námsgreinarRigolo
Kennsluefni fyrir byrjendur í frönsku. Kennsluefni á geisladisk sem ætlað er m.a. til notkunar með gagnvirkum töflum. Einnig fylgja efninu kennslubækur, brúður og hljóðbækur.
Kynningarmyndband.
Stafrænt námsefni fyrir eldri nemendur – aðrar námsgreinarFocus on Film
Safn af myndskeiðum frá breska ríkisskjalasafninu. Efnið tengist aðalega sögunámi en á vefnum eru einnig verkefni sem tengjast myndum og svæði þar sem hægt er að vinna með myndirnar, þ.e. klippa þær saman. Til að komast inn á síðastnefnda svæðið þarf að skrá sig inn.
Kynningarmyndband.
Efni fyrir ung börnNoisy Things
Forrit með nokkrum heillandi viðfangsefnum þar sem tónlist og hljóð spila stórt hlutverk. Nemendur æfast m.a. í því að para saman og þekkja mynstur. Enginn texti eða tal kemur fyrir, þannig að efnið hentar öllum óháð tungumáli. Hægt er að panta forritið á vef framleiðandans Q&D Multimedia.
Kynningarmyndband.
Stafrænt efni til meta nemendurSmart Cat Profiling
Forrit til með þrettán verkefnum sem ætlaðu eru til að meta hæfni nemenda í lestri, stafsetningu, stærðfræði, samskiptahæfni, málnotkun, minni, heyrn og litasjón. Nemendur eiga að geta unnið mjög sjálfstætt að þessum verkefnum. Tölvan sem unnið er á þarf að vera nettengd en upplýsingar um frammistöðu nemenda er færð inn í gagnagrunn sem kennarinn hefur aðgang að.
Kynningarmyndband.
Hér kemur seinni hluti kynningar á efni sem hlaut BETT verðlaun í síðustu viku. Um er að ræða efni fyrir sérkennslu, vélbúnað, hugbúnað fyrir skólastjórnendur og fleira.
Nám og þjálfun fyrir eldri en 16 áraSimVenure
Um er að ræða námsleik sem gengur út á að reka fyrirtæki. Notandinn þarf að takast á við ýmis verkefni sem starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja þurfa að glíma við. Leikurinn hefur m.a. verið notaður í starfsnámi og þjálfun starfsmanna fyrirtækja.
Myndband með kynningu.
Vélbúnaður fyrir grunn- og framhaldsnám Robosapien V2
Hér er það vélmenni sem nemendur forrita. Notað til að kenna forritun og auka áhuga nemenda á tækni.
Myndband með kynningu.
SérkennsluefniChooselt!
Hugbúnaður sem notaður er til að kenna stærðfræði og hentar einkar vel fyrir sérkennslu. Hægt er að aðlaga forritið að þörfum hvers nemanda. Mögulegt er að vinna með forritið á marga vegu, bæði í hópum og með staka nemendur.
Myndband með kynningu.
Stuðningur og lausnir fyrir stjórnendurBluewave SWIFT
Forrit fyrir skólastjórnendur (og kennara í einhverjum tilvikum) til að vinna að stefnumörkun og áætlun fyrir skólastarfið. Ýmsar upplýsingar eru færðar inn í forritið, s.s. óskir eða umsagnir foreldra eða kennara um skólastarfið. Síðan er hægt að nýta þessar upplýsingar á marga vegur við stefnumótun og áætlunargerð.
Myndband með kynningu.
Námsefni er hentar blönduðum hópum Espresso Primary: Susainability module in collaboration with the World Wildlife Fund (WWF)
Espresso er námsvefur með alls konar stafrænt kennsluefni. Mikið af efninu er þannig að það hentar ólíkum nemendum, þ.e. einnig nemendum með fatlanir t.d. heyrnarlausum. Námsefnið hefur því reynst vel í bekkjum þar sem er blöndum, fatlaðir og ófatlaðir nemendur saman. Auðvelt er að aðlaga efnið að einstaklingsmiðaðri kennslu og koma á móts við ólíkar þarfir.
Myndband með kynningu.
Björn Sigurðsson stjórn 3f.
Um 160 manns voru í hópferð Úrvals-Útsýnar og Nýherja á BETT. Gera má ráð fyrir að í hópnum hafi verið nokkrir makar sem hafi fylgt með en síðan má ekki gleyma að það eru alltaf einhverjir héðan sem fara á eigin vegum. Það má því áætla að það hafi verið hátt í 200 íslendingar á BETT.
Fyrir marga er það ekki aðeins að fara á þessa stóru sýningu um tækni og menntun, heldur einnig að hitta annað fólk sem vinnur við og hefur áhuga á upplýsingatækni í skólastarfi. Þannig myndast einskonar árhátíðarstemming þessa hóps.
Það eru ekki bara Íslendingar sem fjölmenna á sýninguna því að þegar gengið er um hana heyrast mjög víða töluð Norðurlandamál og önnur mál en enska. Það var sem það hefði sjaldan verið jafn fjölmennt á BETT og í ár, þegar á fimmtudagsmorgninum var orðið „stappað".
Sýning
Það var ekki neitt öðru fremur áberandi á sýningunni í ár, sumir höfðu á orði að hún væri ekki eins spennandi og oft áður. Á neðri hæðinni voru stórfyrirtækin áberandi eins og ávalt en á efri hæðinni voru margir smærri aðilar. Það er ekki síður áhugavert að skoða það sem litlu fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Fjölbreytnin er mikil og víða er nokkurs konar grasrótarstarf í gangi. Svo dæmi sé tekið þá er lítið fyrirtæki búið að gera viðbótareiningu (modul) við Joomla vefumsjónarkerfið sem breytir því í námsstjórnunarkerfi (námsumhverfi).
Margt af því sem verð er að sýna og selja er eingöngu ætlað breska skólakerfinu, þ.e. alls konar þjónusta sem fyrirtæki selja skólum, hýsing, endurmenntun kennara, ráðgjöf og fleira. Það er fróðlegt að sjá hvað skólum bjóðast margir valkostir á þessu sviði og hversu mikil viðskipti eru í kringum menntageirann. Sumum Íslendingunum fannst sem sölumennirnir væru stundum einum of aðgangsharðir.
Fyrirlestrar/kynningar
Um hundrað fyrirlestra voru í boði. Microsoft, Appel og fleiri stórir aðilar voru með kynningar/sýningar sem margar hverjar voru vel sóttar. Það var t.d. áhugavert að heyra um framtíðarsýn Microsoftmanna og um það nýjasta sem Apple er að bjóða upp á. Á einum stað var svæði sem kallaðist skóli framtíðar. Þar voru í gangi umræður, fyrirlestrar og kennsla (kennarar með nemendum sem t.d. sýndu hvernig ákveðin tækni virkaði í kennslustofu).
Hugbúnður
Kynntur var hugbúnaður af ýmsu tagi. Stöðugt eykst úrvalið af efni sem er ætlað fyrir gagnvirkar töflur en þær virðast vera orðnar algengar í breskum skólum. Enn er nokkuð mikið um forrit sem seld eru á diskum en þróunin er greinilega í átt að kennsluforritum sem aðgengileg eru á Internetinu. Þannig forrit eru nú farin að bjóða upp á meiri möguleika en áður, eins og að efni sem unnið er með þeim sé vistað á Netinu. Gott dæmi um það er hugbúnaður frá Cricksoft sem heitir WriteOnline en hann er sniðinn að kennslu nemenda sem eiga erfitt með lestur og ritun.
Vélbúnaður
Eins og áður var nefnt virðast gagnvirkar töflur komnar til að vera svo og virðast Bretar ætla að verða hrifnir af fjarstýrðum svartækjum sem gjarnan eru nýtt með gagnvirku töflunum, a.m.k. er enn verið að kynna slík tæki. Af öðrum tækjum má nefna n.k. stafræna myndavél sem er tengd skjávarpa. Þetta eru mjög öflugar vélar sem notaðar eru til að varpa upp því sem er stillt upp fyrir neðan þær, það getur t.d. verið mynd í bók, laufblað eða eitthvað smátt því tækið getur virkað eins og víðsjá eða bókvarpi. Þessi tæki skila miklum myndgæðum.
Nokkur fyrirtæki kynntu litlar fartölvur sem vænlegan kost í kennslu. Svo er vert að minnast á Bee-Bot og félaga (þó ekki sé þetta nýtt) en það eru skemmtileg tæki til að kenna ungum nemendum logo-forritun. Forrit sem notað er í tengslum við tækin (eða eitt og sér) fékk ein af BETT verðlaununum.
Námsefni
Breskum skólum býðst óhemju mikið úrval af náms- og kennsluefni á Internetinu. Ein mesta gróskan er í alls konar myndefni. Þannig hafa t.d. kvikmyndasöfn, sjónvarpsstöðvar, námsefnisútgefendur og fleiri sett út á Netið mikið af myndskeiðum úr kvikmyndum, fréttaþáttum, heimildarmyndum og nýju efni. Flest af þessu er selt í áskrift en það sem er opið er ekki hægt að nálgast utan Bretlands.
Sérkennsla
Nokkuð minna var um efni fyrir sérkennslu en áður. Aftur á móti var haldin önnur sýning/ráðstefna um sérkennslumál, The Special Needs Fringe, á Hilton hóteli sem er stutt frá Olympia þar sem BETT er haldið. Þar var ekki aðeins verið að kynna það sem flokkast undir upplýsingatækni heldur var úrvalið af efni mjög fjölbreytt og mikið af fyrirlestrum í boði.
Verðlaun
Ekki má gleyma að minnast á þá sem hlutu BETT verðlaunin í ár. Veitt eru verðlaun í fjölmörgum flokkum og því vert að skoða það nánar.
Til að fræðast meira um það sem var að gerast á BETT er upplagt að horfa á þátt á TeachersTV.
BETT verðlauninÁ opnunardegi BETT sýningarinnar í Lundúnum, var tilkynnt hverjir hlytu BETT verðlaun. Veitt voru 11 verðlaun í jafn mörgum flokkum. Hér má lesa um sex af þeim verkefnum sem unnu til verðlana.
Það eru þrír aðilar sem standa saman að þessum verðlaunum, Becta sem er ríkisstofnun um upplýsingatækni í menntun, BESA sem eru samtök námgagnaútgefenda og Emap Education sem skipuleggur BETT sýninguna.
Verkfæri til sköpunar2Paint A Picture
Einfalt teikniforrit fyrir grunnskólanemendur sem þó býður upp á mjög fjölbreytta möguleika. Forritið gefur tækifæri til að vinna með alls konar pensla og mynstur. Það er einnig hægt að vinna með ljósmyndir á skemmtilegan og skapandi hátt. Kjörið er að nota forritið til að kenna t.d. fjarvíddarteikningu.
Kynningarmyndband.
Stafrænt námsefni fyrir yngri nemendur – grunn námsgreinarFocus on Bee-Bop: Lesson Activities
Bee-Bop er tæki (randafluga) til að kenna einfalda forritun (logo). Tækið er forritað til að fara ákveðna leið. Hér er um að ræða kennsluefni á disk sem ætlað er til notkunar með tækinu og hentar vel í stærðfræði- og upplýsingatæknikennslu.
Kynningarmyndband.
Stafrænt námsefni fyrir yngri nemendur – aðrar námsgreinarRigolo
Kennsluefni fyrir byrjendur í frönsku. Kennsluefni á geisladisk sem ætlað er m.a. til notkunar með gagnvirkum töflum. Einnig fylgja efninu kennslubækur, brúður og hljóðbækur.
Kynningarmyndband.
Stafrænt námsefni fyrir eldri nemendur – aðrar námsgreinarFocus on Film
Safn af myndskeiðum frá breska ríkisskjalasafninu. Efnið tengist aðalega sögunámi en á vefnum eru einnig verkefni sem tengjast myndum og svæði þar sem hægt er að vinna með myndirnar, þ.e. klippa þær saman. Til að komast inn á síðastnefnda svæðið þarf að skrá sig inn.
Kynningarmyndband.
Efni fyrir ung börnNoisy Things
Forrit með nokkrum heillandi viðfangsefnum þar sem tónlist og hljóð spila stórt hlutverk. Nemendur æfast m.a. í því að para saman og þekkja mynstur. Enginn texti eða tal kemur fyrir, þannig að efnið hentar öllum óháð tungumáli. Hægt er að panta forritið á vef framleiðandans Q&D Multimedia.
Kynningarmyndband.
Stafrænt efni til meta nemendurSmart Cat Profiling
Forrit til með þrettán verkefnum sem ætlaðu eru til að meta hæfni nemenda í lestri, stafsetningu, stærðfræði, samskiptahæfni, málnotkun, minni, heyrn og litasjón. Nemendur eiga að geta unnið mjög sjálfstætt að þessum verkefnum. Tölvan sem unnið er á þarf að vera nettengd en upplýsingar um frammistöðu nemenda er færð inn í gagnagrunn sem kennarinn hefur aðgang að.
Kynningarmyndband.
Hér kemur seinni hluti kynningar á efni sem hlaut BETT verðlaun í síðustu viku. Um er að ræða efni fyrir sérkennslu, vélbúnað, hugbúnað fyrir skólastjórnendur og fleira.
Nám og þjálfun fyrir eldri en 16 áraSimVenure
Um er að ræða námsleik sem gengur út á að reka fyrirtæki. Notandinn þarf að takast á við ýmis verkefni sem starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja þurfa að glíma við. Leikurinn hefur m.a. verið notaður í starfsnámi og þjálfun starfsmanna fyrirtækja.
Myndband með kynningu.
Vélbúnaður fyrir grunn- og framhaldsnám Robosapien V2
Hér er það vélmenni sem nemendur forrita. Notað til að kenna forritun og auka áhuga nemenda á tækni.
Myndband með kynningu.
SérkennsluefniChooselt!
Hugbúnaður sem notaður er til að kenna stærðfræði og hentar einkar vel fyrir sérkennslu. Hægt er að aðlaga forritið að þörfum hvers nemanda. Mögulegt er að vinna með forritið á marga vegu, bæði í hópum og með staka nemendur.
Myndband með kynningu.
Stuðningur og lausnir fyrir stjórnendurBluewave SWIFT
Forrit fyrir skólastjórnendur (og kennara í einhverjum tilvikum) til að vinna að stefnumörkun og áætlun fyrir skólastarfið. Ýmsar upplýsingar eru færðar inn í forritið, s.s. óskir eða umsagnir foreldra eða kennara um skólastarfið. Síðan er hægt að nýta þessar upplýsingar á marga vegur við stefnumótun og áætlunargerð.
Myndband með kynningu.
Námsefni er hentar blönduðum hópum Espresso Primary: Susainability module in collaboration with the World Wildlife Fund (WWF)
Espresso er námsvefur með alls konar stafrænt kennsluefni. Mikið af efninu er þannig að það hentar ólíkum nemendum, þ.e. einnig nemendum með fatlanir t.d. heyrnarlausum. Námsefnið hefur því reynst vel í bekkjum þar sem er blöndum, fatlaðir og ófatlaðir nemendur saman. Auðvelt er að aðlaga efnið að einstaklingsmiðaðri kennslu og koma á móts við ólíkar þarfir.
Myndband með kynningu.
Björn Sigurðsson stjórn 3f.