Könnun á starfsheitum í UT í grunnskólum 2007-2008
Dagný Elfa Birnisdóttir
Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var um síðustu áramót hjá 129 grunnskólum (73,3% skóla landsins) eru 42 starfsheiti notuð um þá sem er kenna og/eða sjá um tölvur. Yfir helmingur þessara heita er aðeins notaður í einum skóla.
Það var Dagný Elfa Birnisdóttir skólasafnskennari á Akureyri, stjórnarmaður í 3f og nemandi við framhaldsdeild KHÍ sem gerði könnunina í tengslum við nám sitt.
Markmiðið var að skoða starfsheiti í skólum með fleiri en 50 nemendur eða alls 138 skóla af 176 grunnskólum landsins. Upplýsingar fengust frá 93,5% þeirra skóla sem kanna átti.
Spurt var:
Er sérstakur starfsmaður sem sér um tölvukennsluna eða tölvumálin í skólanum? Ef svo er, hvað kallið þið hann?
Tvö starfsheiti skáru sig mjög úr. Tölvukennari kemur fyrir 26 sinnum (21% af heildinni) og tölvuumsjónarmaður kemur fyrir 18 sinnum (14, 5% af heildinni). Nokkuð er langt í þriðja vinsælasta starfsheitið sem er kerfisstjóri en það kemur fyrir 7 sinnum (6%). Starfsheitin tölvukennari og tölvuumsjónarmaður eru notuð jafnt í fámennum sem fjölmennum skólum. Starfsheitið kerfisstjóri er einungis notað í skólum með yfir 320 nemendum nema í einum skóla þar sem nemendur eru 84. Starfsheitið tölvukennari finnst í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi og vinsælast er það í Suðvesturkjördæmi þar sem 9 bera þetta heiti. Tölvuumsjónarmaður finnst í öllum kjördæmum. Kerfisstjóra er ekki að finna í Reykjavíkurkjördæmi suður og Norðausturkjördæmi en því síðarnefnda er til starfsheitið kerfisstjóri í tölvum.
Fram kom í könnunni að mörgum finnst vanta góð starfsheiti varðandi tölvurnar. Starfsheitið tölvukennari þykir sumum vera orðið úrelt. Ef tölvukennari hafði umsjón með tölvunum virtist starfsheitið tölvuumsjónarmaður vera notað, ekki tölvukennari. Tölvukennsla og tölvuumsjón fera alls ekki alltaf saman og ýmsir virðast koma að tölvuumsjóninni. Nokkuð algengt virðist vera að umsjónarmenn fasteignanna (húsverðir) hafi hana með höndum en einnig aðrir kennarar en tölvukennararnir t.d. er dæmi um tónlistarkennara sem sér um tölvur í sínum skóla. Áberandi að þeir sem bera deildarstjóratitla í sambandi við tölvurnar eru nær allir frá Reykjavíkurkjördæmunum. Af 20 sem bera einhvers konar deildarstjóratitla eru aðeins 2 frá öðrum kjördæmum.
Dagný skoðaði einnig starfsheiti þeirra sem sjá um og kenna á skólasöfnum (bókasöfnum) og þá skoðaði hún heimsíður skóla. Hún hefur kynnt þessa könnun, m.a. á aðalfundi 3f en glærur Dagnýjar með frekari upplýsingum verður brátt hér á vefnum.
Það var Dagný Elfa Birnisdóttir skólasafnskennari á Akureyri, stjórnarmaður í 3f og nemandi við framhaldsdeild KHÍ sem gerði könnunina í tengslum við nám sitt.
Markmiðið var að skoða starfsheiti í skólum með fleiri en 50 nemendur eða alls 138 skóla af 176 grunnskólum landsins. Upplýsingar fengust frá 93,5% þeirra skóla sem kanna átti.
Spurt var:
Er sérstakur starfsmaður sem sér um tölvukennsluna eða tölvumálin í skólanum? Ef svo er, hvað kallið þið hann?
Tvö starfsheiti skáru sig mjög úr. Tölvukennari kemur fyrir 26 sinnum (21% af heildinni) og tölvuumsjónarmaður kemur fyrir 18 sinnum (14, 5% af heildinni). Nokkuð er langt í þriðja vinsælasta starfsheitið sem er kerfisstjóri en það kemur fyrir 7 sinnum (6%). Starfsheitin tölvukennari og tölvuumsjónarmaður eru notuð jafnt í fámennum sem fjölmennum skólum. Starfsheitið kerfisstjóri er einungis notað í skólum með yfir 320 nemendum nema í einum skóla þar sem nemendur eru 84. Starfsheitið tölvukennari finnst í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi og vinsælast er það í Suðvesturkjördæmi þar sem 9 bera þetta heiti. Tölvuumsjónarmaður finnst í öllum kjördæmum. Kerfisstjóra er ekki að finna í Reykjavíkurkjördæmi suður og Norðausturkjördæmi en því síðarnefnda er til starfsheitið kerfisstjóri í tölvum.
Fram kom í könnunni að mörgum finnst vanta góð starfsheiti varðandi tölvurnar. Starfsheitið tölvukennari þykir sumum vera orðið úrelt. Ef tölvukennari hafði umsjón með tölvunum virtist starfsheitið tölvuumsjónarmaður vera notað, ekki tölvukennari. Tölvukennsla og tölvuumsjón fera alls ekki alltaf saman og ýmsir virðast koma að tölvuumsjóninni. Nokkuð algengt virðist vera að umsjónarmenn fasteignanna (húsverðir) hafi hana með höndum en einnig aðrir kennarar en tölvukennararnir t.d. er dæmi um tónlistarkennara sem sér um tölvur í sínum skóla. Áberandi að þeir sem bera deildarstjóratitla í sambandi við tölvurnar eru nær allir frá Reykjavíkurkjördæmunum. Af 20 sem bera einhvers konar deildarstjóratitla eru aðeins 2 frá öðrum kjördæmum.
Dagný skoðaði einnig starfsheiti þeirra sem sjá um og kenna á skólasöfnum (bókasöfnum) og þá skoðaði hún heimsíður skóla. Hún hefur kynnt þessa könnun, m.a. á aðalfundi 3f en glærur Dagnýjar með frekari upplýsingum verður brátt hér á vefnum.