Rachel Ager í heimsókn hjá 3f
Dagana 23. til 26. október 2006 var stödd hér á landi Rachel Ager í boði 3f og Félags Leikskólakennara. Rachel hélt tvö námskeið fyrir leikskólakennara á meðan á dvöl hennar stóð og kynnti sér nokkra leikskóla hér á landi. Það voru Fjóla Þorvaldsdóttir sérkennsluráðgjafi í Kópavogi og Hanna Dóra Leifsdóttir sérkennslustjóri í Garðabæ sem höfðu frumkvæði að komu hennar hingað til lands.
Hér verður stiklað á stóru um það helsta sem fram kom á námskeiðum hennar.
Fyrri hluti námskeiðsins notaði Rachel til þess að segja frá þróunarverkefni sem hún verkstýrði og unnið var í hennar skólaumdæmi, Northamptonshire. Verkefnið fólst í því að innleiða tölvu- og upplýsingatækni í daglegt starf leikskólanna.
Markmið
Markmið þróunarverkefnisins var að taka inn í alla þá þætti í samfélagi og daglegu lífi þar sem tækni kemur við sögu og setja inn í skólanámskrá leikskólanna. Með því móti væri hægt að leyfa börnum á leikskólaaldri að upplifa og taka þátt í því tæknisamfélagi sem við lifum í.
Í Bretlandi eins og hér á landi hefur fólk verið mjög upptekið af tölvunni sjálfri en gleymt að það er tækni af margvíslegum toga allt um kring í daglegu lífi fólks. Veglegur styrkur var fenginn til framkvæmdar þróunarverkefnisins, sem stóð yfir frá árinu 2001 til 2003.
Rachel Ager kom inn á þær breytingar sem orðið hafa síðustu ár og hversu mikilvægt það er fyrir leikskólann að þróast með. Þjóðfélög eru að þróast úr minningarsamfélagi yfir í þekkingarsamfélag þar sem lausnarleitarnám væri einn mikilvægasti hlekkurinn í skólagöngu barna. Hún sagði að vel skipulagður leikur væri lykillinn að námi í leikskólum og mikilvægt er að kynna upplýsingatækni fyrir börnunum á þann hátt að hún hefði tilgang. Síðan kom hún með margvísleg dæmi um það hvernig leikskólakennarar skipulegðu leik barnanna með því að samflétta leik- og upplýsingatækni saman með frábærum árangri.
Að lokinni umfjöllun um þróunarverkefnið ræddi Rachel um mikilvægi hlutverkaleiksins í leikskólastarfinu og hvernig nota má hann sem leið til þess að kynna fyrir börnunum tölvu- og upplýsingatækni. Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Hlutverkaleikur
Þá fjallaði hún um notkun tölva í leikskólum. Hún lagði m.a. mikla áherslu á mikilvægi þess að kennarar vandi til verka þegar kemur að vali á forritum. Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Notkun tolva
Leikföng sem hægt er að forrita voru einnig umfjöllunarefni Rachel. Hún kynnti fyrir kennurum nokkuð af nýjum leikföngum, en nýlega fór Skólavörubúðin að selja slík leikföng. Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Forritanleg leikfong
Að lokum fjallaði Rachel Ager um stafræna ljósmyndun. Rachel leggur mikla áherslu á að farið sé að reglum hvað varðar birtingu stafrænna mynda. Hún kom einnig inn á með hvaða hætti hægt er að leyfa börnunum að kynnast þessari tækni. Hún sagði að við ættum óhikað að leyfa börnunum að leika sér með myndavélarnar. Kenna verður þeim umgengni við vélarnar, en hún vissi ekki til þess að börn færu verr með myndavélar en fullorðnir.
Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Stafrænar myndavélar
Hér er slóð á tæknibúnað sem mátti sjá notaðan í myndskýringum Rachel Ager: http://www.compuvisor.com/digbludigmov1.html
Hér er slóð á tölvuforrit, Tizzy's First Tools, sem Rachel mælti sérstaklega með til þess að nota í leikskólum:
http://www.stream2school.com/tizzy-s-first-tools.html
Á meðan á heimsókninni stóð fór Rachel í heimsókn í leikskólana Furugrund og Hvarf í Kópavogi. Leikskólann Hamraborg, þar sem hún fékk að kynnast vísindum með börnum. Einnig var farið hinn „Gullna hring“ og í Bláa lónið.
Sjá má myndir frá heimsókn hennar hér: http://app.tabblo.com/studio/stories/view/125816/
Hér verður stiklað á stóru um það helsta sem fram kom á námskeiðum hennar.
Fyrri hluti námskeiðsins notaði Rachel til þess að segja frá þróunarverkefni sem hún verkstýrði og unnið var í hennar skólaumdæmi, Northamptonshire. Verkefnið fólst í því að innleiða tölvu- og upplýsingatækni í daglegt starf leikskólanna.
Markmið
Markmið þróunarverkefnisins var að taka inn í alla þá þætti í samfélagi og daglegu lífi þar sem tækni kemur við sögu og setja inn í skólanámskrá leikskólanna. Með því móti væri hægt að leyfa börnum á leikskólaaldri að upplifa og taka þátt í því tæknisamfélagi sem við lifum í.
Í Bretlandi eins og hér á landi hefur fólk verið mjög upptekið af tölvunni sjálfri en gleymt að það er tækni af margvíslegum toga allt um kring í daglegu lífi fólks. Veglegur styrkur var fenginn til framkvæmdar þróunarverkefnisins, sem stóð yfir frá árinu 2001 til 2003.
Rachel Ager kom inn á þær breytingar sem orðið hafa síðustu ár og hversu mikilvægt það er fyrir leikskólann að þróast með. Þjóðfélög eru að þróast úr minningarsamfélagi yfir í þekkingarsamfélag þar sem lausnarleitarnám væri einn mikilvægasti hlekkurinn í skólagöngu barna. Hún sagði að vel skipulagður leikur væri lykillinn að námi í leikskólum og mikilvægt er að kynna upplýsingatækni fyrir börnunum á þann hátt að hún hefði tilgang. Síðan kom hún með margvísleg dæmi um það hvernig leikskólakennarar skipulegðu leik barnanna með því að samflétta leik- og upplýsingatækni saman með frábærum árangri.
Að lokinni umfjöllun um þróunarverkefnið ræddi Rachel um mikilvægi hlutverkaleiksins í leikskólastarfinu og hvernig nota má hann sem leið til þess að kynna fyrir börnunum tölvu- og upplýsingatækni. Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Hlutverkaleikur
Þá fjallaði hún um notkun tölva í leikskólum. Hún lagði m.a. mikla áherslu á mikilvægi þess að kennarar vandi til verka þegar kemur að vali á forritum. Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Notkun tolva
Leikföng sem hægt er að forrita voru einnig umfjöllunarefni Rachel. Hún kynnti fyrir kennurum nokkuð af nýjum leikföngum, en nýlega fór Skólavörubúðin að selja slík leikföng. Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Forritanleg leikfong
Að lokum fjallaði Rachel Ager um stafræna ljósmyndun. Rachel leggur mikla áherslu á að farið sé að reglum hvað varðar birtingu stafrænna mynda. Hún kom einnig inn á með hvaða hætti hægt er að leyfa börnunum að kynnast þessari tækni. Hún sagði að við ættum óhikað að leyfa börnunum að leika sér með myndavélarnar. Kenna verður þeim umgengni við vélarnar, en hún vissi ekki til þess að börn færu verr með myndavélar en fullorðnir.
Hér má sjá íslenska þýðingu á skyggnum hennar: Stafrænar myndavélar
Hér er slóð á tæknibúnað sem mátti sjá notaðan í myndskýringum Rachel Ager: http://www.compuvisor.com/digbludigmov1.html
Hér er slóð á tölvuforrit, Tizzy's First Tools, sem Rachel mælti sérstaklega með til þess að nota í leikskólum:
http://www.stream2school.com/tizzy-s-first-tools.html
Á meðan á heimsókninni stóð fór Rachel í heimsókn í leikskólana Furugrund og Hvarf í Kópavogi. Leikskólann Hamraborg, þar sem hún fékk að kynnast vísindum með börnum. Einnig var farið hinn „Gullna hring“ og í Bláa lónið.
Sjá má myndir frá heimsókn hennar hér: http://app.tabblo.com/studio/stories/view/125816/